Hlaðborðið á Nítjándu

5 Sep

Við Lufs áttum leirbrúðkaupsafmæli í gær. Gerðum vel við okkur og fórum á Nítjándu, sem er partur af Veisluturninum. Þarna er boðið upp á hlaðborð á 5.500 kr á mann, frítt fyrir yngri en sex ára, en 1.500 kall fyrir eldri en sex. Krakkar geta dundað sér í ágætu Disney-herbergi.

Er skemmst frá því að segja að við rúlluðum út nær dauða en lífi af græðgi og magafylli.

Fyrst allskonar kalt, svo allskonar heitt, loks gyllt rúsína í endann: Æðislegasta hlaðborðs-eftirréttaúrval sem ég hef séð. Allskonar stöff, m.a. fullt af sætu froðugúmmilaði í litlum krukkum.

Nítjánda er með verulega fínt hlaðborð og það er algjör óþarfi að glápa út um gluggana frekar en maður vill. Hverrar krónu virði!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: