Ísafjörður Über Alles

11 Sep


Í tilefni af Svik, harmi og dauða var ég sendur út af örkinni af besta (eða næstbesta) blaði landsins til að ræða við Sigurjón Kjartansson. Útkoman er gríðarlega gáfulegt viðtal og rosa skemmtilegt – já eiginlega eitt besta viðtal sem hefur verið tekið á Íslandi (og þótt víðar væri leitað) – enda verða allir mjög gáfulegir þegar búið er að þýða þá á ensku. Sigurjón fer nokkuð ítarlega yfir uppvaxtarár sín á Ísafirði, en þar var hann kraftmikill púki í Rokk í Reykjavík-pönkinu. Meðal þess sem Sigurjón tók sér fyrir hendur var að gefa út tvær kassettur á sínu eigin úrgáfumerki, Ísafjörður Über Alles. Hann var ekki nema 15 ára þegar fyrri snældan, Ísfizkar nýbylgjugrúbbur 82-83 (dauðar og lifandi), kom út. Eins og nafnið gefur til kynna er safnað saman á snældunni ísfirskum hljómsveitum, sem eiga það eiginlega sameiginlegt að Sigurjón er í þeim öllum nema Allsherjarfríkum, sem mentor Sigurjóns, Bjarni Brynjólfsson, leiddi.

Aðalband Sigurjóns á þessum frumárum var  Andstæða. Hann trommaði (er reyndar dúndurtrommari eins og heyrist), annar öskraði og svo tókst Sigurjóni að þjálfa tvo gaura upp í að vera sæmilega bassaleikara. Nothæfur gítarleikari fannst aldrei í fámenninu. En þetta var alveg nóg – fyrst Crass gátu það. Tilbrigði og Tilviljun eru bönd runnin undan sama rifi, held ég.

Andstæða – Ólyfjan

Allsherjarfrík – Til helvítis með diskó

Tilviljun – Tilviljun

Tilbrigði – Da da da

Andstæða – Gríðarstór orðrómur

Eins og heyrist á síðari sýnishorninu með Andstæðu var bandið á hraðri leið frá Purrks/Crass-skólanum og í súrrealískan faðm Medúsu-gengisins og hljómsveitar þess gengis, hinnar geðveikislega góðu Fan Houtens Kókó. Seinni kassetta Sigurjóns var verkið Auðvirðulegur koss frá bjánanum rósrauða með „hljómsveitinni“ Ónýta gallerýið. Sú kassetta kom út 1984 og var samvinnuútgáfa Ísafjörðs Über Alles og Gilitrutt sf. 

Ónýta gallerýið – Símtólið á trénu

Á þessari spólu réði súrrealísk tilraunagleði ríkjum eins og sjá má á lagaheitunum, meðal annars Franska jómfrúin, Endaþarmur Rósu og Grimmd segulbandstækisins. Því miður hefur Ísafjörður Über Alles ekki gefið út fleiri kassettur en það er auðvitað lengi von á einum.

2 svör to “Ísafjörður Über Alles”

  1. Kristinn Jónsson september 11, 2011 kl. 12:18 e.h. #

    Það var mikið að gerast á þessum tíma hér á Ísó og gaman væri að finna fleiri videoupptökur frá þessum tíma eins og þessa hér: http://www.youtube.com/watch?v=4FdEhHtfzlE

    Kveðja,
    Kristinn Bassaleikari í Andstæðu

  2. drgunni september 11, 2011 kl. 12:31 e.h. #

    Stórglæsileg!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: