Verðmætasköpun – Matthildur 40 árum síðar

13 Sep


Björn Pétursson, skólastjóri Melaskóla, var svo elskulegur að gefa mér nokkrar LP plötur í fyrra. Ein af þeim var platan með Matthildi, grínhóps Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárn. Þeir héldu úti útvarpsþáttum á Ríkisútvarpinu á árunum 1971-73. Þetta var framúrstefnulegt grín (miðað við gamla daga) og mér hefur alltaf þótt þetta gott stöff. Þeir voru svona 21-24 ára þegar þeir voru með þáttinn og þú getur rétt ímyndað þér hvers konar bomba þetta var inn í „grínheiminn“ á þessum árum.

Einhverra hluta vegna fékk ég strax þá hugmynd að láta höfundana árita plötuna. Það væri almennileg verðmætasköpun, enda eflaust hægt að fá meira fyrir áritað eintak en ekki áritað. Ekki það að platan með Matthildi sé almennt eftirsótt á safnaramarkaði, en hún verður það kannski eftir 100 ár. Fjárfesting til framtíðar, eins og sagt er. Maður verður að hugsa eins og Kínverji.

Ég hjólaði til Hrafns á mánudaginn upp á von og óvon. Hann býr sem kunnugt er í einu glæsilegasta útivistarsvæði borgarinnar á Laugarnesi. Hann mundi ekki alveg hver ég var en bauð mér svo inn. Var mjög hress og gaf mér Opinberun Hannesar á dvd (með Undir sama þaki sem aukaefni – mig hlakkar mikið til að horfa á þetta). Það voru víst allir á móti Opinberun Hannesar af því Davíð skrifaði handritið, sagði Hrafn. Ég vildi vita hvort ný mynd væri í pípunum, en Hrafn taldi það ólíklegt því það er svo hrikalega mikið átak að gera svoleiðis. Bara fyrir ungt fólk eða hálf klikkað, vildi hann meina. Að skilnaði gaf Hrafn það í skyn að hann myndi bjóða mér í partý. Ég lauk lofsorði á húsið og umhverfið, sem er alveg æðislegt, sérstaklega eftir að Eden brann til kaldra kola.

Ég var búinn að vera í email samskiptum við Davíð, enda einum of brútal að mæta bara á svæðið til hans. Hann, öfugt við hina tvo, hefur jú þurft á lögregluvernd að halda. Davíð var ekkert nema elskulegheitin og sagði mér að droppa við enítæm. Ég fór fýluferð á mánudaginn en þegar ég var á leiðinni heim hringdi Davíð og við ákváðum fund í dag.

Davíð Oddsson var gríðarlega hress heim að sækja (á Moggann þ.e.a.s.). Það kjaftaði á honum hver tuska. Við töluðum um allskonar á meðan við drukkum Mogga-kaffið: m.a. gullforða Seðlabankans, internetið (Davíð spilar stundum bridds við Bill Gates á netinu), Bob Dylan og  Popppunkt. Hann og Ástríður  horfa víst mikið á þáttinn og Davíð var forvitinn að vita hverjar spurningarnar voru í síðasta þætti í valflokkamöguleikanum „Davíð Oddsson“ . Ég sagði að það hefðu ekki verið neinar spurningar því ég var svo viss að enginn myndi velja þennan möguleika. Svo sagði ég honum spurningarnar:

3stig:   Hver söng lögin þrjú á lítilli plötu sem Davíð gaf út með félögum sínum í Matthildi, m.a. lagið Fækkaðu fötum? (Hannes Jón Hannesson)
2stig:  Á hvaða plötu samdi Davíð textann Við Reykjavíkurtjörn? (Borgarbragur)
1stig:   Hvaða útgáfufyrirtæki Svavars Gests gaf út Matthildar-plötuna 1972? (SG)

Hrafn hafði verið eitthvað utan við sig og skrifað dagsetninguna 14. sept þótt það hafi í raun verið 12. sept. Davíð apaði þetta eftir Hrafni og skrifaði líka 14. sept þótt það væri 13. sept – „Ekki í fyrsta skipti sem ég apa einhverja vitleysu eftir Hrafni“…

Síðast böggaði ég Þórarinn. Hann sá strax dagsetningarvilluna, enda lést faðir hans 14. sept. Hann skrifaði því 13. sept þótt hann hafi áritað síðastur. Annars nennti Þórarinn eðlilega ekkert að standa í einhverju smolltolki enda eflaust með blússandi dedlæn á bakinu.

Verkefni lokið:

Að lokum er hér smá Best of Matthildur sem ég setti saman um árið.

5 svör to “Verðmætasköpun – Matthildur 40 árum síðar”

 1. Ari september 13, 2011 kl. 11:11 e.h. #

  Ef þetta er best of… vá, úfff…. hvað mig langar ekki að heyra meira þá! *fer-og-hlustar-á-Tvíhöfðan-sinn*

 2. drgunni september 14, 2011 kl. 5:07 f.h. #

  Hey þetta er nú síðan 17hundrað og súrkál. Gefa gömlum mönnum breik eh?

  • Ari september 14, 2011 kl. 10:06 f.h. #

   Ok, geri það. (nema Doddssyni hrunhverja! Bindiskylda Seðló, halló?)

Trackbacks/Pingbacks

 1. Davíð Oddsson gefur út plötu « DR. GUNNI - mars 2, 2012

  […]  erlend lög með blautlegum textum „Þórðar Breiðfjörð“. Þegar ég heimsótti Davíð um daginn var hann mjög stoltur af tíma sínum sem hljómplötumógúls og auglýsingasölumanns, en hann […]

 2. Dýravinurinn Davíð Oddsson | DR. GUNNI - nóvember 25, 2013

  […] sem hellast yfir marga þegar hann ber á góma. Ég fékk Davíð læf þegar ég heimsótti hann um árið, en áður en ég herti upp hugann og fór á hans fund bar ég að sjálfssögðu óttablandna […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: