Á hjóli til Kef

16 Sep


Mig hefur lengi langað að hjóla til Kef en lét ekki verða að því fyrr en í gær. Fyrsta klukkutímann var maður á öruggum hjóla- og göngustígum, í mjög góðu stuði í gegnum Kóp, Garðabæ og Hafnarfjörð. Hér um slóðir var Sædýrasafnið í gamla daga en nú blasir álverið og óvissan við.


Í stað þess að þurfa að hjóla venjulega leið meðfram álverinu má maður fara á „bakvið“ það. Þar er tekið á móti manni með velkomin skilti. Það er ansi mikið fútt að hjóla í gegnum álverið. Maður var með hjartað í buxunum að fá eitthvað þungt í hausinn, enda mikil aksjón í gangi, lyftarar og kranar á fullu og litlir playmo kallar út um allt í eiturgrænum vestum að búa til útflutningstekjur.

Næst þurfti maður að taka á honum „stóra sínum“ og hætta sér út á Reykjanesbrautina. Það er tveggja metra malbikuð öxl sitthvoru megin og þar yst hélt ég mig með hjartslátt og ímyndanir um dottandi bílstjóra sem misstu stjórn á æðandi stáltonnum sínum og kremdu mig eins og flugu.  Ég beygði að sjálfssögðu út af við fyrsta tækifæri. Það var við Kúagerði á gamla afleggjarann inn á Vatnsleysuströnd.


Tók þá við kyrrð og rólegheit og ég einn með dýrum merkurinnar (les: fuglum hraunsins). Nú var reyndar byrjað að þykkna upp og komin súld í Vogum.


Frá Vogum er ósléttur malarvegur yfir Vogastapann alla leið til Njarðvíkur. Ég skrölti hann með lúpínubreiður til allra átta. Menn hafa verið að dunda sér við að hlaða grjóti ofan á grjót.


Loksins kominn til byggða – Ó malbik ég tilbið þig! Túrinn tók tæplega 3 tíma en ég var svo sem ekkert að flýta mér. Þarna í útverði Kef sem heitir Njarðvík eða Reykjanesbær bara, sér maður áhrif bóluhagkerfisins blasa við úr allt of mörgum tómum íbúðum. Maður sér það líka í Kef þar sem auðar íbúðir eru á hverju strái. Þetta er jú verst kreppuleikna svæði landsins með mesta atvinnuleysinu. Það mátti svo sem búast við þessu þegar Kaninn fór og allir höfðu allt í einu ekki tilgang lengur í að snattast við Kanann. Helvítis Kalda stríð! Afhverju yfirgafstu okkur!?


Ég var svo aðframkominn af Café Latte skorti að ég fór í aðalútibú Kaffitárs – það stórglæsilega kaffihús – og drakk tvo bolla. Svo beint í Ólsen Ólsen og slafraði í mig Rifja Ólsen. Það var algjörlega unaðslegt. Glætan að ég nennti að hjóla aftur til baka svo ég tók rútu frá SBK kl. 14.45 (1.600 kr fyrir mig + 1.000 fyrir hjólið). Ég hélt ég yrði einn en þá fylltist allt af námsfólki í Keili. Þetta var meira að segja dálítið erlendis. Auðvitað er líf eftir Kanann!

2 svör to “Á hjóli til Kef”

  1. Hakon Hrafn september 17, 2011 kl. 11:24 f.h. #

    Góður túr hjá þér.

  2. Stefán Þór Sigfinnsson september 18, 2011 kl. 1:11 f.h. #

    Sem sé nóg framboð af draslfæði þarna greinilega. Hvernig ætli holdafar Keflvíkinga sé upp til hópa ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: