Átta hamborgaralúgur í Kef!

16 Sep

Ég lýg þessu ekki en það eru heilar átta lúgusjoppur/hamborgarasölur í Kef! Þetta er ábyggilega heimsmet per íbúa. Það merkilegasta er að það var nóg að gera allsstaðar þegar ég hjólaði á milli í hádeginu í gær.


Pulsuvagninn er að Tjarnargötu 9. Gestir geta ekki keypt beint úr bílum sínum heldur þurfa að labba smá. Þarna fást ekki bara pulsur heldur franskar og hamborgarar, m.a. með „öllu“ + rauðkáli og súrum gúrkum. Þeir kalla þetta „Villaborgara“ en álíka má einnig fá hjá Skyndi-bitanum (sjá hér að neðan) og í Pulsuvagninum á Selfossi. Þetta kombinasjón, „með öllu“ + súrar gúrkur mun vera upprunnið í Danmörku en rauðkáls-viðbótin er sér íslensk (sér Selfoss/suðurnesja)…


Ungó er Á Hafnargötu 6 A. Alhliða söluturn með vinsælli lúgu.


Við hliðina á Ungó er Bitinn, líka söluturn og lúgusjoppa með þessu sem Íslendingar vilja helst, pulsum og borgurum.


Skyndi-barinn er í kósí litlum kofa að Víkurbraut 21. Er búinn að vera þarna lengi, eins og reyndar flestir þessir staðir. Ætli þetta sé ekki arfleið frá Kananum, að þessir staðir hafi sprottið upp til að þjónusta hermenn í bæjarferð. Alveg frábært að allir staðirnir skuli enn vera starfandi.


Biðskýlið í Njarðvík er líka eldgamalt fyrirbæri sem hefur verið þarna síðan elstu menn muna.


Dominos er á Hafnargötu 86 en þar er líka hamborgara o.s.frv. lúgusjoppa sem heitir eitthvað en ég man það bara ekki og get ekki lesið á skiltið á myndinni.


Þessa stórglæsilegu hamborgaralúgusjoppu rakst ég á að Hringbraut 93. Brautarnesti heitir hann. Beint á móti er kebab grillsala og pólska búðin Mini market.


Að lokum er það annað útibú af Bitanum. Þetta er að Iðavöllum 14b og með krómaðan og bólstraðan borðbúnað innandyra og lúgu utandyra. Bitinn er næst gamla varnaðarsvæðinu og því var eflaust gestkvæmt þar af verndurum þjóðarinnar á meðan verndarinn var og hét.

Átta stykki takk fyrir! Og svo er náttúrlega líka hinn frábæri hamborgara/báta staður Ólsen Ólsen (Hafnargötu 17), Langbest, KFC, Subways, Quiznos og ég veit ekki hvað og hvað. Já og ein fiskbúð!

13 svör to “Átta hamborgaralúgur í Kef!”

 1. Jónas Snorrason september 16, 2011 kl. 7:23 f.h. #

  Þú gleymdir Langbest nr.????

 2. drgunni september 16, 2011 kl. 8:30 f.h. #

  Búinn að bæta Langbest við – Þeir eru samt ekki með lúgu, er það?

 3. Guðmundur Ingvar Jónsson september 16, 2011 kl. 9:23 f.h. #

  Flottur pistill en þú gleymdir Tjarnargrilli í Innri Njarðvík. Það er sjoppa, videoleiga og hamborgarabúlla með lúgu. Eða varstu kannski bara að fara yfir þær sjoppur sem eru í Keflavík og Ytri Njarðvík?

 4. drgunni september 16, 2011 kl. 12:47 e.h. #

  Ég gleymdi henni ekki – vissi bara ekki að hún væri til. Gott að vita að það séu 9 lúgur/sjoppur en ekki 8. Takk fyrir það!

  • Halla september 17, 2011 kl. 4:07 e.h. #

   Það var ein önnur sem þú gleymdir. Olís sjoppan á Vatnsnesvegi, alltaf kölluð „Básinn“.

 5. Stefán Þór Sigfinnsson september 16, 2011 kl. 1:47 e.h. #

  Ætli hér sé ekki komin ástæða þess að við erum á top 10 yfir feitustu þjóðir heims.

  Ég gat fyrir 3-4 árum og 22kg síðan étið svona en núna þýðir ekkert að bjóða mér upp á svona drasl. Núna finnst mér svona matur bara ógeðslega vondur.

  • albert september 17, 2011 kl. 4:34 e.h. #

   Það væri gaman að sjá frekari úttekt í Kebblavík á sólbaðsstofum, líkamsrætarstöfðum, Hárgreiðslustofum o.s.f.

 6. Ari september 19, 2011 kl. 12:25 f.h. #

  Lágmenningarsvæði Íslands nr. 1

 7. heida september 21, 2011 kl. 8:24 e.h. #

  Já , svo fást borgarar á Duus-húsum líka….Það eru borgarar fyrir allan peninginn í kef.

 8. Bjarki Már Viðarsson nóvember 2, 2011 kl. 5:05 e.h. #

  Ari: Komdu með rök fyrir því af hverju Keflavík/Njarðvík er Lágmenningarsvæði Íslands nr.1

 9. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson nóvember 2, 2011 kl. 9:23 e.h. #

  Þú hefur líka örugglega litið út eins og geimvera: Fullorðinn karlmaður á hjóli í Keflavík. Þetta kemur pottþétt fyrir í Víkurfréttum!

Trackbacks/Pingbacks

 1. Bannaðir blökkumenn í Reykjanesbæ « DR. GUNNI - nóvember 4, 2012

  […] og algjört möst fari maður til Kef. Ef þú fílar ekki Villaborgara eru svo náttúrlega  nokkrir aðrir staðir í Kef sem selja […]

 2. Keflavík er frábært pleis! | DR. GUNNI - júní 10, 2013

  […] þjóðarbúsins) er eitthvað ferskt andrúmsloft þarna og ekki skemmir fyrir að það eru átta hamborgaralúgur til svæðis. Í Kef er líka starfandi elsta útgáfufyrirtæki landsins, Geimsteinn, sem gefur […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: