Valli og Bubbi

17 Sep


Nokkuð absúrd, í sögulegu samhengi, er að sjá átrúnaðargoð mín, Valla í Fræbbblunum og Bubba Morthens komna í „hár saman“ (sem er nú reyndar aðeins orðum aukið) yfir því hvort Verslunarskóla-hnakkinn Jón Ásgeir sé meiriháttar gaur með alla sína víla og díla á kristaltæru eða ekki. Mér finnst þá reyndar taka nokkuð niður að vera yfirhöfuð að spá í svona helvítis leiðindakjaftæði.

Í alvöru, rokklega séð: Hverjum er ekki drullusama um Jón Ásgeir?

Kannski er hann æðislegur gaur og mannvinur mikill, kannski ótýndur glæpamaður með allt niðrum sig – ekki nenni ég að hafa skoðun á því (nema Jón Ásgeir leggi inn á reikninginn minn, þá get ég alveg skriðið ofan í skotgröfina) – en hefur hann einhvern tímann gert eitthvað af viti fyrir tónlistarlíf landsins? Snýst ekki allur hans bisness um að það hvort hann sjálfur geti velt sér um í baðkari fullu af fimmþúsund köllum eða ekki (ath: þetta er myndlíking)?  Hefur hann sungið inn á plötur jafn góðar og Viltu nammi væna eða Geislavirkir? Nei, hélt ekki.

En það má alveg vera sanngjarn. Jón Ásgeir bókaði Royal Albert Hall undir Stuðmenn og sýndi þar með fram á lítillæti smáþjóðar. Sálin fékk styrk úr pokasjóði og allskonar lið hefur eflaust fengið mola af gnægtarborðinu. Ég veit ekki betur en hann hafi fullt af liði í vinnu (þar á meðal sjálfan mig árum saman í ágætisdjobbi á Fréttablaðinu) og er það ekki ægilega gott? Og svo hefur hann (eða undirmenn hans) gert mjög góða hluti fyrir íslenska þáttargerð á Stöð 2 (Vaktir, Pressur o.s.frv.) Margt gott sem sé. Svo kannski er Jón Ásgeir gull af manni og vondu karlarnir endalaust að ofsækja hann blásaklausan, eins og Bubbi vill meina.

Væri samt ekki ágætt fyrir möguleika þjóðarinnar á að komast upp úr drulluspólinu að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll, t.d. með dómsniðurstöðum (Hæ Sérstakur!), hverjir eru vondu karlarnir og hverjir ekki? Þá geta rokklegend þjóðarinnar a.m.k. farið að gera það sem þau gera best. Og það er ekki að rífast um það hvort ríkikallinn, sem er kannski ekkert svo ríkur lengur, sé góður eða vondur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: