Iceland Airwaves fitubrennsla 2011

18 Sep


Þá er komið að því. Fjórða árið í röð. Iceland Airwaves 2011 fitubrennsla Dr. Gunna. Þú vilt náttúrlega kynna þér hvaða bönd og sólóista er boðið upp á í ár enda ekki nema 750 atriði í boði og þú hefur bara heyrt minnst á þrjú þeirra áður. Best er að kynna sér úrvalið með því að setja Iceland Airwaves 2011 fitubrennslu Dr. Gunna í mp3-spilarann og hrista svo af þér spikið (t.d. skokkandi, á bretti eða skíðavél) á meðan þú kynnist því besta sem hátíðin hefur upp á að bjóða í ár.

Auðvitað er fullt af öðru gúmmilaði á hátíðinni en það sem er í Iceland Airwaves 2011 fitubrennslu Dr. Gunna. Sumt er kannski bara ekki músík sem gott er að fitubrenna við. Of rólegt stöff sem sé. Þetta er ekki jógamix sko.

Lagalisti mixins í ár er svona:

Saktmóðígur – Kjöt
Iceage – Count me in
Honningbarna – Kloss hold
TuNe-YaRdS – Gangsta
Friðrik Dór – Hún er alveg með þetta
Oy – First box then walk
Ikea Satan – Babaramas
22 Pistepirkko – Stupid
Berndsen (ft. Bubbi Morthens) – Úlfur úlfur
Emmsjé Gauti (ft. Rósa & Berndsen) – Dusta rykið
HAM – Dauð hóra
Jón Þór – Tímavél
Hellvar – I should be cool
K-X-P – 18 Hours (of Love)
Niki & The Dove – Gentle roar (Mylo remix)
GusGus – Over
Mazes – Most days
Zun Zun Egui – Fandango Fresh
Pétur Ben & Eberg – Stuck on you
Young Galaxy – We have everything
Dope D.O.D. – What happened
John Grant – JC hates faggots
Active Chile – I’m in your church at night

Allar nánari upplýsingar um þessi og öll hin atriðin færðu á Iceland Airwaves síðunni.

Athugið að mixið er vísindalega sett saman til þess að sem mest fita brennist. Hjartveikum offitusjúklingum er ráðið frá því að reyna þetta nema í minni skömmtum. Mixið er klukkutímalangt og stuðlar að hámarks árangri. Munið að róa ykkur niður í lokin og teygja vel.

Þá er bara að troða sér í spandexinn, skella hárbandinu á hausinn og meðtaka snilldina. Ef þú ert ekki enn búinn að ná því hvar þú nærð í Iceland Airwaves 2011 fitubrennslu Dr. Gunna, þá er það sem sagt hér (leiðbeingar fyrir tölvuklaufa: hægri smella með mús, velja svo „save link as“).

Góðan Airwaves svita.

4 svör to “Iceland Airwaves fitubrennsla 2011”

 1. Rob september 18, 2011 kl. 6:14 e.h. #

  Mjög góð blanda, læknir! Sjáumst í Reykjavík!

  -Rob (Vermont, USA)

 2. Elísa Snowflake Arnarsdóttir september 19, 2011 kl. 6:16 e.h. #

  Hlakka til að fara út að hlaupa í fyrramálið og koma mér í form svo ég geti dansað út allar nætur á Airwaves. Takk Dr.Gunni.

 3. heida september 20, 2011 kl. 9:34 f.h. #

  Jess! Hellvar búin að ná þeim staðli að komast á Airwaves-fitubrennsluna! Alvöru.

 4. Guðmundur Felixson október 10, 2011 kl. 4:08 e.h. #

  Frábært, vantar samt klárlega Totally Enormous Extinct Dinosaurs!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: