Ein mynd, tvö lög, fjögur gos

19 Sep


Ég dreg ekki fjöður (?) yfir það að ég er mikill aðdáandi Conans O’Briens. Hann er með skemmtilegt tv-sjó og hefur nokkurn veginn haldið dampi í öll þessi ár. Nú er hann með þætti á TBS og með þessa sallafínu heimasíðu. Um árið var hann rekinn af NBC, fékk hauga af monní en var bannað að vera í sjónvarpi í hálft ár. Þá fór hann on ðe ród og var með hátt í fimmtíu gigg um öll Bandaríkin. Þessu tímabili er gert skil í myndinni Conan O’Brien Can’t Stop, sem ég horfði á í gærkvöldi. Myndin er fín, kannski aðeins of löng. Maður „kynnist“ Conan aðeins, sér konuna hans og börnin og hvaða ótrúlega böggandi lífi hann lifir þegar hann þarf milljón sinnum á dag að stilla sér upp með einhverju liði fyrir myndatökur og má aldrei snappa. En það er svo sem honum sjálfum að kenna, hann er vinnualki sem getur ekki hætt (þess vegna titill myndarinnar). Honum hefði verið í lófa lagið (?) að taka sér hálfsárs frí en kaus þess í stað að keyra sig út á túrnum. Myndin fær þrjár stjörnur.

Strákarnir Steindór og Baldur úr silfurliði Hljómsveitarinnar Ég eru með annað band (ásamt tveimur öðrum), sem þeir kalla April. Hljómsveitin er með síðu á Facebook og hefur nú sent frá sér fyrsta lagið sitt, hið Bítlalega With your eyes open. Mér skilst að April sé að mestu leiti hugarfóstur Steindórs og plata er eflaust væntanleg.

Kjartan Ólafsson, sem var/er í Ampop, er með sólóbandið Kjarr (á Facebook) og hefur þegar sent 2 lög í spilun (Beðið eftir sumrinu og Quantum Leap). Það þriðja er komið og heitir Harvest (Go to sleep). Kjarr platan kemur svo í október.

Og að lokum langar mig að röfla hér smávegis um fjóra mismerkilega gosdrykki sem ég hef innbirt:

Keypti dós af Ekologisk kolsyrad parondryck í 500 mL dós í Ikea (199 kr) – línkur á heimasíðu Ikea. Þetta fæst sem 4.5% áfengi líka en slíkt má auðvitað ekki selja hér enda færi fólk sér að voða væri boðið upp á þann möguleika. Þetta er svona sæmilegt á bragðið, perusædergos og rétt sleppur í tvær stjörnur.

Sunkist fékk ég í Kosti (99 kr dósin – heimasíða Sunkist) en ég hef líka séð þetta í Hagkaup (held ég). Sunkist er stórfyrirtækja gos og framleitt í helvíti. Ég er enginn aðdáandi appelsínugoss (íslenska Appelsínið er líka bara langbest), en Sunkist er samt alveg fínt, milt og gott, en maður er samt að halda framhjá þegar maður drekkur það. Fær alveg tvær stjörnur, en myndi fá tvær og hálfar ef ég væri með kerfi sem gerði ráð fyrir hálfum stjörnum.

Amerískir dagar standa nú yfir í Hagkaup með allskonar stórfyrirtækjagosi, t.d. „nýjum“ brögðum frá Mountain Dew, eða Mtn Dew eins og þeim finnst meira kúl að kalla sig (heimasíðan þeirra). Mountain Dew Throwback er „gamla góða“ Mountain Dewið, sem sé sykrað með ALVÖRU SYKRI en ekki hinu vafasama (að margra áliti) kornsýropi. Ég er umsvifalaust kominn í 16 sæta Dodge-inn með Bless og Grími Atlasyni 1990 þegar ég sýp á þessu. Við (eða að minnsta kosti ég og Biggi) drukkum þetta stíft á hinum stórfenglega fimm vikna Bless túr enda fannst okkur kraftur og úthald aukast við neysluna. Ég fitnaði reyndar um 10 kíló í ferðalaginu. Þetta er miklu betra með ALVÖRU SYKRI og vegna Bless-tengslanna fær Mountain Dew Throwback umsvifalaust fullt hús, eða fjórar stjörnur.

Hitt Mtn Dewið sem ég smakkaði er fyrirbæri sem þeir kalla Mtn Dew Pitch Black og á að vera með svörtu vínberjabragði. Það er svona dauflega  svart á litinn, eins og afgangsvatn eftir vatnslitapennsla þar sem bara var málað svart, og smakkast eins og venjulegt Mtn Dew plús eitthvað torkennilegt ávaxtabragð. Langt í frá eitthvað merkilegt en það má þvæla þessu í sig fyrir tvær stjörnur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: