Með á nótunum

20 Sep


Annað KAFFI, KÖKUR & ROKK & RÓL!!!-kvöldið í Edrúhöllinni, Efstaleiti, fer fram í kvöld þegar SAKTMÓÐÍGUR og HELLVAR leiða saman rokkskaddaða hesta sína.  Báðar sveitirnar eru spólgraðar með glænýja diska á takteinum og til í allt. Tónleikar eru á milli kl. 20 – 22. Ilmandi kaffi, gómsætar súkkulaðikökur og brjálað rokk! Aðeins 500 kr. inn. Hlustið á 2007 með Saktmóðígi og Ding an sich með Hellvari.

+

Hljómsveitin Vigri heldur útgáfutónleika fyrir fyrstu plötu sína, Pink Boats núna á fimmtudaginn 22. sept í Fríkirkjunni.  Aðgangseyrir er 1500 kr. Húsið opnar klukkan 20:30 og tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 21:00. Hægt er að kaupa miða á midi.is og við dyrnar á tónleikadegi. Hlustið á Vigri taka Awekening.

+


https://drgunni.files.wordpress.com/2011/09/thorir-georg-er-sem-er1.mp3 Þórir Georg – Er sem er

(Frá útgefanda): Tónlistarmaðurinn Þórir Georg er iðinn við kolann og ávallt með mörg járn í eldinum. Snemma í ár sendi hann frá sér sína fyrstu plötu á íslensku og ber hún nafnið Afsakið og inniheldur hún lagið „Er sem er“ sem er það fyrsta sem fær að hljóma af plötunni. Eins og heyra má er tónlistin ennþá melódískt og tregablandin með persónulegum sögum Þóris úr daglega lífinu í fyrirrúmi. Afsakið hefur verið vel tekið en enn sem komið er hefur hún aðeins verið til á gogoyoko en nú styttist óðum í að fyrstu eintökin birtist í verslunum en þau eru væntanleg 26. september.

Þórir á sér langa sögu sem tónlistarmaður og hefur verið að senda frá sér plötur síðan hann var táningur. Hann hefur starfað með hljómsveitum á borð við Ofvitarnir, Gavin Portland, The Deathmetal Supersquad og Fighting Shit en fyrsta sólóplatan hans sem My Summer As a Salvation Soldier, I Belive in This, kom út hjá 12 Tónum árið 2004. Þá var Þórir Georg aðeins 19 ára gamall og fékk platan lofsamlega dóma hjá tónlistargagnrýnendum. Plöturnar Anarchists Are Hopeless Romantics og Activism fylgdu svo í kjölfarið og líkt og frumraun Þóris fengu þær einnig frábæra dóma hjá gagnrýnendum. Allar þessar plötur eru nú uppseldar hjá útgefanda en til stendur að gera mikla bragarbót á því en væntanleg er vegleg safnplata með því besta af þessum þremur plötum auk áður óútgefnu efni My Summer as a Savation Soldier. Á meðan Þórir starfaði undir merkjum M.S.A.S.S. spilað hann yfir 100 tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal áSouth by Southwest árið 2006.

Áhrifavaldar Þóris í gegnum tíðina eru margir en eins og Þórir segir sjálfur þá er tónlistin blanda af pönki, rokki og sveittri kántrítónlist með alþýðulegum blæ (kannski svona eins og Neil Young að spila með Fugazi í staðinn fyrir Crazy Horse!!!).

http://www.facebook.com/mysummerasasalvationsoldier

http://www.gogoyoko.com/artist/thorirg

Hægt er að leggja inn pantanir fyrir Afsakið á geisladiski með því að senda póst á: thorirgeorg@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: