Bestu áströlsku plöturnar

27 Sep


Nýlega rakst ég á lista yfir 100 bestu plötur Ástralíu á Wiki. Listinn var fyrst birtur í bók sem kom út í fyrra. Ég tel ekki ólíklegt að ég reyni að verða mér úti um þessa bók, enda á ég engar yfirlitsbækur yfir ástralska poppið og veit ekki einu sinni hvort slíkar bækur séu til. Öfugt við samskonar bók um íslenskar plötur eftir Arnar Eggert og Jónatan sem kom út 2009 er ástralski listinn ekki settur saman með aðkomu almennings heldur er bara föndurverkefni þriggja höfunda. Ég er nú sæmilega að mér í áströlsku poppi, enda búinn að vera með væga Ástralíu-maníu síðan snemma á 9. áratugnum, en samt þekki ég ekki nema brot af plötunum á þessum lista. Topp 10 svona:

1. Midnight Oil – Diesel and Dust (1987)
2. AC/DC – Back in Black (1980)
3. Crowded House – Woodface (1991)
4. Cold Chisel – Circus Animals (1982)
5. The Triffids – Born Sandy Devotional (1986)
6. The Easybeats – The Best of the Easybeats (1967)
7. Paul Kelly and the Coloured Girls – Gossip (1986)
8. You Am I – Hi Fi Way (1995)
9. Skyhooks – Living in the 70’s (1974)
10 The Avalanches – Since I Left You (2000)

Skellti Midnight Oil plötunni á fóninn og er bara ekki að fílana nú frekar en þegar hún kom út. Mér skilst að Midnight Oil hafi einkennilegt tangarhald á áströlsku þjóðarsálinni – eitthvað svona Bubba/Stuðmanna-dæmi – sem skýrir kannski hvers vegna platan er talin best.


Ég er náttúrlega svo anal að ég þarf að koma með minn eigin topp 10 lista yfir bestu áströlsku plöturnar:

1. The Birthday Party – Prayers on Fire (1981) *
2. The Triffids – Treeless Plain (1983)
3. The Scientists – Blood Red River 1982 – 1984
4. The Birthday Party – Junkyard (1982)
5. The Lighthouse Keepers – Tales of the Unexpected (1984)
6. The Saints – Eternally yours (1978) #
7. The Triffids – In the Pines (1986)
8. The Beasts of Bourbon – The Axeman’s Jazz (1984)
9. The Go-Betweens – Before Hollywood (1983)
10. Ýmsir – Wasted Sausage / Leather Donut (1987/88)

* Platan sem kom mér á ástralska sporið eftir að ég keypti hana í Safnarabúðinni.
# Þessi plata er ekki á lista Ástralanna þótt hinar tvær plötur Saints séu þar, ekki eins góðar plötur að mínu mati.

Eins og sést er þetta ekki mjög „marktækur“ listi, heldur gríðarlega sjálfhverfur og bara með plötum sem ég fílaði á móttækilegustu árum mínum. Helvíti góður listi, sem sé!

(Hér er eitthvað um ástralska rokkið á 9. áratugnum)

13 svör to “Bestu áströlsku plöturnar”

 1. Jóhannes Ágústsson september 27, 2011 kl. 8:43 f.h. #

  Hef aldrei beðið þess bætur Gunni eftir að ég fékk lagið Swampland með The Scientists á kassettu frá þér í denn. Plata þeirra Human Jukebox er hrikalegt skrýmsli og fer því beint í fyrsta sæti hjá mér. Hinar plöturnar þeirra verma svo næstu sæti, einfalt. http://www.youtube.com/watch?v=N9q-0OlqBjI

 2. drgunni september 27, 2011 kl. 8:56 f.h. #

  Djúkboxið er vissulega eðall, en mér fannst þessi safnplata – http://www.amazon.com/Blood-Red-River-1982-1984/dp/B000056L0J – betur representa bandið, enda er þetta stöff sem hafði meiri áhrif á mig, Swampland m.a. Við í SH ætluðum nú aldeilis að slá um okkur þegar við hituðum upp fyrir Crime & The City Solution og tókum Scientists-lagið This is my happy hour… en þeir hafa annað hvort ekki heyrt það eða voru of kúl til að tala um það. Lúði gat maður verið!

 3. Ari september 27, 2011 kl. 11:07 f.h. #

  Halló hvar er Cave sóló?? :´(

 4. drgunni september 27, 2011 kl. 2:38 e.h. #

  Cave er #26 og #83 – alveg nóg af honum enda miklu betri í BP (eins og höfundar komast réttilega að niðurstöðu um – #17).

 5. Ari september 27, 2011 kl. 3:00 e.h. #

  Algerlega ósammála, BP er bara lala imo. Cave blómstraði eftir það. En svona er með skoðanir og rassgöt, allir hafa slíkt.

 6. Óskar P. Einarsson september 27, 2011 kl. 3:01 e.h. #

  Þetta er reyndar alveg borderlæn skerí listi: Ég meina, Savage fokkíngs Garden?!? Hvað er í gangi?

 7. drgunni september 27, 2011 kl. 4:26 e.h. #

  Maður deilir ekki við dómarann… í þessu tilfelli höfunda bókarinnar. Já Savage Garden og ekkert Thug? Þetta eru náttúrlega eitthvað bilaðir menn.

 8. heida september 27, 2011 kl. 4:47 e.h. #

  En eiga Crime and the city solution ekki að vera á listanum líka? þekki nú auðvitað ekki alla á topp10 þínum (nema auðvitað bp-plöturnar og beasts of bourbon held ég, en ég á eina crime sem er frábær, og frammistaða þeirra í „himninum yfir berlín“ gerði að verkum að ég féll fyrir því bandi….Pant fá eitthvað með scientists frá þér, fyrst þeir eru svona snargeðbilaðir. það hljómar vel.

 9. Már Wolfgang Mixa september 29, 2011 kl. 1:43 e.h. #

  Crowded House er strangt til tekið frá Nýja Sjálandi. Þar sem þeir eru með ættu þeir að hafa 3-4 plötur á þessum lista. INXS hvergi að sjá?!

 10. drgunni september 29, 2011 kl. 3:18 e.h. #

  Inxs er nr. 11 og 56…

 11. Örn Úlfar Sævarsson október 12, 2011 kl. 11:21 f.h. #

  Söngvarinn í Midnight Oil er ráðherra í áströlsku ríkisstjórninni!
  http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Garrett

 12. Arnar mars 17, 2012 kl. 10:38 e.h. #

  Skyhooks, sem eru nr.9 á listanum eru algjörlega awesome. http://www.youtube.com/watch?v=Sb4AdU6rbFc ef þú þekkir þá ekki , þá tjekk it 🙂

 13. drgunni mars 18, 2012 kl. 6:06 f.h. #

  Gott lag. Var búinn að tékka á Living in the 70s. En mun tékka á Guilty until proven insane núna…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: