Íslenskir mannasiðir

4 Okt


Ég biðst afsökunar á að klína þessu framan í þig, en þetta ógeð blasti við mér á almenningsklósetti í gær. Þetta er svo sem ekki það versta sem maður hefur rekist á, því iðulega eru Íslendingar voða lítið að sturta niður eftir sig og skafa skálina með þar til gerðum bursta, sem oftast er á svæðinu (t.d. þar sem þessi mynd var tekin). Þeir vilja að aðrir þrífi eftir sig skítinn. Takið eftir að ég segi ekki „við“ í setningunni hér á undan, því ég hef verið með átak í mannsiðum, er kattþrifinn og geng frá klósettinu eins og vill koma að því – tandurhreinu.

Það sem vakti athygli mína við þessa ógeðslegu aðkomu var að þetta var í sjálfu Háskólatorgi þar sem maður myndi álykta að gáfaðasta fólk landsins héldi sig. Sá sem skeit og meig þessu ósturtaða gumsi  er því líklega sprenglærður. Kannski að vinna í mastersritgerð í heimspeki eða á þriðja ári í siðfræði. Kann samt ekki grundvallar reglur í almennum mannasiðum.

Hér hefur skólakerfið klárlega brugðist. Almennir mannasiðir ættu að vera til prófs í skildunáminu. Hvers vegna er krökkum ekki kennt hvernig á að bera sig að á almenningsklósettum? Foreldrarnir eru greinilega ekki að því. Í sama kúrs mætti kenna hvernig skal haga sér í miðbænum um helgar, virða eigur annarra (ekki klína fávitalegu graffi á hús), o.s.frv.

Hinn íslenski skortur á mannasiðum (sem er auðvitað „orsök hrunsins“™) birtst með offorsi í umferðinni. Eftirfarandi ætti að lemja inn í hausinn á vanhæfum ökumönnum:

* Gefðu alltaf stefnuljós
* Stoppaðu alltaf fyrir fólki við gangbrautir
* Gefðu öllum séns, alltaf
* Þú ert á morðtæki – hagaðu aksturslaginu í samræmi við það
* Ekki tala í farsímann, helvítis fíflið þitt

Betri mannasiðir – betra Ísland!

10 svör to “Íslenskir mannasiðir”

 1. Margrét Sigurðardóttir október 4, 2011 kl. 2:52 e.h. #

  Af hverju hefur skólakerfið brugðist? Af hverju má ekki skamma foreldra og uppalendur?

 2. Ylfa Mist Helgadóttir október 4, 2011 kl. 3:11 e.h. #

  ég gef. Algjörlega stefnulaus!!

 3. drgunni október 4, 2011 kl. 3:12 e.h. #

  Skólakerfið… foreldrar… mórallinn…??? Eitthvað hefur klikkað, einshvers staðar! Þarf „vitundarvakningu“…

 4. Ársæll Níelsson október 4, 2011 kl. 5:04 e.h. #

  – Ekki hanga á vinstri akrein.

 5. Óskar P. Einarsson október 4, 2011 kl. 5:28 e.h. #

  Kannski ekki alveg það sama – Stefánuð klósett og morðtæki (réttilega) í umferð – en þessi klósettpæling fær mann til að hugsa…reyndar spurning hvort maður sé mikið að hafa áhyggjur af klósettum t.d. í Mjódd, þar sem allt er baðað í sprautufíklaheldu black-lighti.

 6. Stefán Þór Sigfinnsson október 4, 2011 kl. 5:58 e.h. #

  skoðið þess umræðu á bland

  https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=52&advid=25741050&showAdvid=25741050#m25741050

  Samkvæmt þessu þvo bara 75% sér alltaf eftir klósettferðir. Mér finnst þetta skuggalegt. Þessi 25% gætu verið að vinna í matvöruverslun að meðhöndla vörur sem þú átt eftir að neyta.

 7. Ævar Örn október 4, 2011 kl. 11:59 e.h. #

  Eitthvað vantar nú upp á rökfræðina og ályktunargáfuna hjá þér doktor góður, hvort sem það er skólakerfinu að kenna eða einhverju(m) öðru(m). Í þessu tilfelli er nefnilega um minnst tvo gerendur að ræða. Annarsvegar manneskjuna sem skildi vissulega skítakleprana eftir í skálinni, en sturtaði samt amk augljóslega niður eftir sig, því engin er drullan í hlandblöndunni. Og hinsvegar manneskjuna eða jafnvel manneskjurnar (líklega karla, svona útfrá klósettpappírskortinum í gulum pollinum) sem migu í téð klósett í framhaldinu. Vanda sig, Doktor – hversvegna að fordæma í eintölu, þegar efni standa augljóslega til raðfordæmingar?

 8. drgunni október 5, 2011 kl. 5:13 f.h. #

  Dr. Ævar, einn fremsti glæpasagnahöfundur landsins og ekki að ástæðulausu, leysir málið. Hér hefur greinilega heil deild verkfræðinema gerst sek um brot á almennum mannasiðum og ætti að flengjast á altari heimskunnar.

 9. Andreas Thrainn Kristinsson október 5, 2011 kl. 8:59 e.h. #

  þessi ályktun um að fólk í háskóla sé meira gáfað og siðað en restin af þjóðinni er ein af hlálegum fjarstæðum sem elítunni hefur tekist að koma á kreik um sjálft sig – og nú er það afsannað í eitt skipti fyrir öll.

 10. Kristjana október 13, 2011 kl. 1:52 e.h. #

  Og að vera í röð…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: