Með á nótunum 2

5 Okt


Proggmennin í Eldberg ætla að halda útgáfutónleika annað kvöld (6. okt) í sal FÍH, Rauðagerði. Bandið spilar sem kunnugt er rokk sem líkist fornum hetjum á borð við Mána og Náttúru og er með Eyþór Inga stórsöngvara í fararbroddi. Hér er Facebooksíða tónleikana. Svo verður Eldberg á Græna hattinum (sem er á Akureyri, eins og allir vita) 13. okt.

Hljómsveitin Reykjavík! er tilbúin með nýja plötu, þá þriðju. Þeir ætla að vera tilbúnir með föndruð eintök á Airwaves. Er á plötunni hvergi slegið af í melódískum rokksudda og væmnum ballöðutudda. Eitt lag liggur frammi: Hellbound Heart.

Paul Young mun hafa verið hundslappur í Hörpu í gær og ekki haldið lagi. Birtir Doddi litli þetta myndskeið því til staðfestingar. Ég var að sjálfssögðu ekki á svæðinu enda hef ég aldrei verið í aðdáandaklúbbi Pauls. Man þó að mér fannst svona 25% til þess koma þegar hann kóveraði Love will tear us apart.

Platan með Kjarr, sem er dæmi Kjartans F. Ólafssonar (Ampop), er komin út í fisísku formi (cd). Lögin Quantum Leap og Beðið eftir sumrinu ættu að segja hlustendum eitthvað.

Gísli Magnússon – aka Gimaldin – er að bíða eftir að nýja platan hans komi út. Platan heitir Þú ert ekki sá sem ég valdi og er fjölbreytt og feit. Bitinn af rollu er eitt af lögunum á plötunni. Hér er Facebooksíða plötunnar.

Anna Mjöll er að vanda í hörku meiki í L.A. og treður næst upp í Vibrato klúbbnum í Bel Air ásamt hljómsveit 21. okt. Síðast þegar hún spilaði þarna í lok sept mættu heldur betur kempurnar; Brian Wilson, Herb Alpert, Tom Jones og George Duke heiðruð Önnu og félaga með nærveru sinni. Mynd náðist af Önnu með Sir Tom:

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: