Úlnliðir poppara

14 Okt


Hef unnið í akkorði síðan á mánudag við að festa armbandar-passa á úlnliði þeirra íslensku poppara sem spila á Airwaves í ár. Segja má að ég sé orðinn sérfræðingur í íslenskum poppara-úlnliðum hafandi farið í gegnum allan þennan haug. Eins og við var að búast eru krútt-úlnliðir að jafnaði mun mjórri en þungarokksúlnliðir. Skemmtilegustu úlnliðir landsins eru án efa hjá hljómsveitinni Endless Dark. Þar eru allir með dúndur tattúveraða úlnliði (og handleggi). Loksins einhver tilbreyting fyrir mig eftir allar freknurnar, beinakúlurnar og hárin þegar Endless Dark mættu með allskonar tattústuð á úlnliðunum.

Jæja, svo fór maður á einhver gigg. Ekkert á miðvikudaginn þó, en í gær flaug ég á milli nokkurra staða enda vitaskuld með besta hugsanlega biðraðafrítt armband í heimi á eigin úlnliði. Troðfullt Listasafn át úr lófanum á Retro Stefson. Þeir félagar, velsmurðir á úlnliðunum eftir langt hark á meginlandinu, létu slefandi hjörðina standa og sitja og gjugga sér í lendunum. Heimsfrægðin hlýtur að vera yfirvofandi.

Á Nasa var hundslappt band, Young Galaxy, eitthvað að syntafreta, og á Iðnó, annað hundslappt band, Caged Animal, eitthvað að indiepoppa. Ef þessi bönd væru á Músíktilraunum er ekkert víst að þau myndu komast áfram.

Nokkuð var búið að hæpa Beach House í Listasafninu svo röðin var löng. Þetta er ágætis valiumpopp, en kannski ekki eitthvað sem maður nennir að sjá læf eftir langan vinnudag. Þau hafa ábyggilega pælt í skemmtaratrommuheilanálgun Young Marble Giant og eru dáldið eins og þau plús My Bloody Valentine og Beach boys. Nokkuð næs, en einhæft, svo eftir 3 lög var einsýnt hvert stefndi.

Næst á Gaukinn á BlazRoca og hans lausgirta posse. Mér fannst það satt að segja reffilegasta atriði kvöldsins. Litið nema íslenskar hiphop skinkur og beikon á svæðinu og allir í gríðarmiklu stuði. Þetta fór á magnaðan sveitaballalevel þegar hittin skullu á, Allir eru að fá sér og Viltu dick? Blaz á nóg eftir.

Loks Secret Chiefs 3 á Iðnó. Þetta er instrumental kvartett leiddur af Trey Spruance, sem er síðhökutoppaður gítarleikari sem var í Faith No More og Mr. Bungle. Bandið er ægiþétt og spilaglatt og músíkin nokkuð kraftmikill hræringur af Frank Zappa og brjáluðust köflum John Zorn (nema bara fiðla, en ekki saxi). Nokkuð fínt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: