Grantarinn góður

16 Okt


John Grant var voða fínn í Hörpunni í gær, lék lögin sín og söng með bravúr. Þessi snillingur töfraði okkur alveg sem vorum að vinna á Airwaves media center, hann var svo almennilegur við okkur, hitaði te fyrir okkur sem hann kom með sér frá útlöndum og var bara rosa næs. Hvorki til í honum tilætlunarsemi né stjörnustælar. Svo voru allskonar nóboddí (nefni engin nöfn) með eitthvað vesen og leiðindi… en samt eiginlega ekki. Það má eiginlega segja að það hafi ekki neinir fávitar verið að spila á Airwaves í ár, bara gott lið.

John sýndi Gos-síðunni minni áhuga enda virðist hann vera nammi og gos-fríkill (sbr. lagið hans Mars). Ég benti honum á að fá sér Appelsín. Hann virðist alveg dolfallinn yfir landinu svo það kæmi mér ekki á óvart ef hann flytti hingað, eða tæki allavega upp næstu plötuna sína hér. Enn einn Íslandsvinurinn kominn!

(Menn eru fljótir að öpplóda. Hér er John Grant að flytja Queen of Denmark í nótt og hér er hann að taka I want to go to Mars).

John var að spila langt eftir minn vanalega svefntíma svo ég þurfti að hlaða inn á svefnbatteríið um miðjan dag með góðu powernappi. Var svo hress eftir það að ég glápti á ágæta mynd sem heitir Submarine og er svona rosa kúl og hipp „coming of age“ mynd sem gerist í Wales 1980 og eitthvað. Hún var svo sem ekkert ýkt æðisleg en bara fín og alveg þriggja stjarna virði. Svo er meiningin að sjá teiknimyndina Þór í dag. Allt í stuði sem sé.

Ok bæ!

6 svör to “Grantarinn góður”

 1. Stefán Þór Sigfinnsson október 16, 2011 kl. 10:32 f.h. #

  Er þetta það besta sem hátíðin hafði upp á að bjóða ?

 2. drgunni október 16, 2011 kl. 11:05 f.h. #

  Ábyggilega ekki. Alveg 300 atriði þarna eða eitthvað og margt fleira mjög gott.

 3. Stefán Þór Sigfinnsson október 16, 2011 kl. 11:58 f.h. #

  Mig langaði mikið á Sinead O’connor en tímdi ekki að kaupa heilt armband bara fyrir hana því afgangurinn heillaði mig ekkert og þar á meðal þessi John Grant sem mér finnst heldur mikið af lofum hlaðið á.

  • María Sigrún október 16, 2011 kl. 9:10 e.h. #

   Heyrði í þessum Grant á KEX og hann var mjög góður, vanalega er ég ekki fyrir svona rólega tónlist en það var eitthvað við manninn, tónlistina, röddina og píanóið.

  • Guðmundur Halldórsson október 16, 2011 kl. 10:52 e.h. #

   En ef þú hefur ekki séð Grant spila þá hefurðu ekki hugmynd um hvort að of miklu lofi hafi verið hlaðið á hann.

 4. Stefán Þór Sigfinnsson október 17, 2011 kl. 1:03 e.h. #

  Guðmundur ég sá þessi tvö myndbönd úr Hörpunni og mér fannst þetta bara langt frá því að vera eitthvað sérstakt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: