Fjögur gos in ðe hás

19 Nóv


Það er alltaf verið að fá sér. Fá sér gos.

Á Amerískum dögum Hagkaupa tékkaði ég á Fresca Black Cherry Citrus. Nú hefur mér aldrei þótt skólpvatnið Fresca gott en svört kirsuber eru náttúrlega englafæða, svo ég hélt kannski að þetta myndi jafnast út. Það gerðist ekki og þetta var ógeðslega vont og dósin langt í frá kláruð. Eins og Fresca með smá cherry djúsi út í. Eina sem er töff við Fresca er að það er minnst á það í HAM laginu Transilvanía. Þetta rusl fær ENGA stjörnu. Núll og hauskúpu!

Melabúðin er aldeilis að standa sig í gosdrykkjaúrvalinu. Þar hef ég fengið ástralskan Bundaberg rótarbjór (sem því miður er ekki nógu góður) og það nýjasta sem ég náði mér í þar er hinn enski Fentiman’s Ginger Beer (Heimasíðan). Gosið þeirra kemur í 275 ml flöskum sem eru útlítandi  eins og þær séu meðalaglös frá 19. öld. Mjög kúl sem sé, en dýrt, enda er þetta eðall, flaskan á tæplega 400 kall. Engifergos er oft mjög gott og þessi er fínn, sterkur og góður. Fann reyndar aðeins of mikið sápubragð til að ég geti splæst fullu húsi á þetta, en þrjár stjörnur er passlegt.

Bryan kunningi minn frá Boston kom sem áður á Airwaves og tók með sér heilar 7 flöskur fyrir mig. Ég mun sko ekki slafra þeim í mig nema til hátíðarbrigða, enda um eðalstöff að ræða og tegundir sem ég hef ekki kynnt mér fyrr. Hann keypti þetta allt hjá Leo’s Place á Harvard square, en það er dæner með óvenju góðu úrvali af gosi. Ég tékkaði á rótarbjórnum Lost Trail, sem kemur frá Louisburg í Kansas (Heimasíðan og youtube mynd um framleiðsluna). Þetta er fínt stöff, karamellað og dísætt, en smá þunnt og ekki yfirmáta „krímí“. Mjög gott, eða þrjár stjörnur.

Næst úr Bryans góssinu tékkaði ég á R&R Brothers Root Beer, sem kemur í flösku með skrýtnum miða af fljúgandi höttum. Þetta er öðruvísi rótarbjór með smá berja og kanil-keim ofan á hefðbundið rótarbjórsbragð. Ekkert stendur á miðanum hvar þetta er búið til og goggle-leit skilar engu. Kannski var þetta bara búið til í kjallaranum hjá einhverjum bræðrum, hvað veit ég? Samt ekkert hrikalega æðislegt á bragðið, en alveg tveggja stjörnu stöff samt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: