Með sumt á hreinu

7 Des


Með sumt á hreinu, þar sem Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl með hjálp Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur, er eina músíktengda bókin sem kemur út í ár (svo ég muni). Ég er búinn að lesa bókina og er mjög sáttur. Það er dálítið gamalsdags ævisögu-touch í bókinni, sáralítið hipp og kúl (nema þegar Jakob leifir sér að sletta á bransamáli), og miklu púðri er eitt í að svara spurningunni hverra manna ert þú. Ég er nú bara þannig að ég hef engan ofuráhuga á ættfræði annars fólks og því var ég dálítið gloppóttur stundum við lesturinn.

Músíkin er málið og á þeim vettvangi deliverar Jakob í slumpum. Ég hélt ég myndi kafna úr hlátri þegar ég las um ævintýri hljómsveitarinnar Rifsberja. Mjög skemmtilegt og áhugavert er öll umfjöllun um músíkferilinn og annan listrænan feril. Samtímamönnum er líst og ekkert endilega tekið á þeim með silkihönskum. Minna skemmtilegt, að mínu áliti, er fjölskyldusaga og póltískt brölt, þótt auðvitað átti það að vera með.

Maður finnur hvergi fyrir Þórunni í bókinni, því það er eins og Jakob sé að tala allan tímann. Hans flúraða tungutak er mikið notað en er þó aldrei yfirgengilegt. Allmargar myndir prýða bókina, svart hvítar á víð og dreif og í lit á tveimur stöðum.

Þetta er velheppnuð og mjög skemmtileg þriggja stjörnu ævisaga mikils meistara og driffjaðrar. Möst ríd fyrir músíkáhugafólk!

5 svör to “Með sumt á hreinu”

 1. Þráinn Hauksson desember 7, 2011 kl. 10:25 e.h. #

  Ég á vinyl-plötuna Sweet Deceiver (1975) með Kevin Ayers. Þar leikur Jacob Magnusson á píanó og orgel auk þess að radda. Elton John spilar í á píanó í nokkrum lögum. í laginu City Waltz spilar þeir saman Elton á píanóið og Jacob á orgel. Er eitthvað um þennan kafla í bókinni?

 2. drgunni desember 8, 2011 kl. 8:35 f.h. #

  Jú jú, það er farið nokkuð ítarlega yfir þessi fyrstu ár í London.

  • Kristinn Pálsson desember 8, 2011 kl. 11:08 f.h. #

   Er eitthvað sagt frá tilurð lagsins „Ég vil bara hrísgrjón“? Síðan má líka benda á frábæra ljósmynd af Rifsberja í íslensku rokkljósmyndabókinni sem kom út fyrir síðustu jól og mig minnir að höfundurinn heiti Sigurgeir eitthvað…

 3. drgunni desember 8, 2011 kl. 6:09 e.h. #

  Nei, Ég vil bara hrísgrjón fær litla athygli í þessari bók…

 4. heiða desember 8, 2011 kl. 8:02 e.h. #

  Samt er Ég vil bara hrísgrjón langsamlega besta lag Jakobs. Það öðlaðist ákveðnar vinsældir í Keflavík þegar ég var ca. 15 ára (um miðjan 9. áratuginn). Þá man ég meira að segja eftir því að hafa soðið mér hrísgrjón og hlustað svo á þetta lag og æft mig í að borða með matarprjónum inni í stofu…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: