Leiðinlegasta Bítlalagið á íslensku

18 Jan


Eins og einhver man kannski var ég með dagskrárliðið Bítlarnir á íslensku á blogginu mínu fyrir allnokkru. Ég hélt ég væri búinn að klára öll íslensku Bítlalögin en þá fékk ég sent eitt nýtt um daginn – Takk Helgi Jónsson! Þetta er reyndar eitt leiðinlegasta „Bítlalagið“ (auðvitað væri nær að segja Paul McCartney lag því hinir koma hvergi nærri), sjálft Yesterday – mest kóveraðasta lag í heimi (það hlaut að vera til á íslensku!) Og ekki verður það skemmtilegra þegar reynt er að gera það að jólalagi!

Í einhverri svona bjánalegri Facebookdellu sem gekk um daginn kom í ljós að Yesterday var einmitt á toppi Bandaríska vinsældarlistans þegar ég fæddist (7. okt 1965). Því ætti lagið að vera mér kært. Það er það alls ekki og ég gekk út til að míga þegar Palli tók það á Madison Square þarna þegar ég sá hann í kringum afmælið mitt 2005.

En jæja. Hér er Helena og Hljómsveit Ingimars Eydal með Yesterday á íslensku. Horfðu á er texti eftir Birgi Marinósson. Lagið er síðasta lagið á jólaplötu sem Tónaútgáfan á Akureyri gaf út árið 1969 (T 02). Kirkjukór Akureyrar syngur jólasálma við undirleik Jakobs Tryggvasonar á A-hlið, en B-hliðin er í höndum Hljómsveitar Ingimars Eydal og þar syngja þau Helena og Þorvaldur samtals sex jólalög.

 Helena Eyjólfs með Hljómsveit Ingimars Eydal – Horfðu á mig

9 svör to “Leiðinlegasta Bítlalagið á íslensku”

 1. Frimmi janúar 18, 2012 kl. 7:52 e.h. #

  Þetta er vægast sagt alveg einstaklega hryllileg útgáfa af ömurlegu lagi. 😉

 2. Hilmar janúar 18, 2012 kl. 10:51 e.h. #

  Hva ? Þetta er hrá og ómenguð snilld.
  Af hverju er þetta ekki spilað á RUV ?

 3. Stefán Þór Sigfinnsson janúar 19, 2012 kl. 7:19 f.h. #

  Ekki get ég tekið undir að þetta sé leiðinlegasta Bítlalagið. Langt í frá.

 4. Björn janúar 19, 2012 kl. 11:06 f.h. #

  Ég trúi þessu ekki upp á þig Gunni!!
  Yesterday er kannski ekki besta lag Bítlanna en þú er „fátækari“ maður ef þú sest ekki niður og gefur því „breik“ og ferð að „fíla“ það.

 5. Björn janúar 19, 2012 kl. 11:07 f.h. #

  Ég átti við útgáfu Bítlanna en ekki Ingimar Eydal 🙂

 6. Anna janúar 19, 2012 kl. 5:09 e.h. #

  Sammála þér með Yesterday. Penny Lane hefur alltaf farið óheyrilega í taugarnar á mér líka.

 7. Magnús janúar 19, 2012 kl. 9:24 e.h. #

  Yesterday, Penny Lane, Yellow Submarine. Reyndar fíla ég Bítlana best á undan Sgt. Peppers.

 8. Steingerður Einarsdóttir október 5, 2012 kl. 10:13 f.h. #

  Heyrði í ykkur í útvarpinu í morgun.Gerður hafði farið á tónleika m/Bítlunum 1964, þið sögðust ekki vita um marga íslendinga sem hefðu upplifað það.

  Ég fór á tónleika með þeim, Gerry and the pacemaker og Roy Orbison 31. maí 1963
  í Odeon, Southend-on-sea. Það var mikil upplifun og algjörlega ógleymanleg,.
  Kv. Steingerður

  • drgunni október 5, 2012 kl. 10:52 f.h. #

   Vá! Til hamingju með það!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: