Þögli artistinn og ólánsamir kvenmenn

27 Jan


Þá er Frönsk kvikmyndahátíð hafin í Háskólabíói og slatti af gúmmilaði þar. Fór á The Artist í gær sem er eins og fólk veit svart/hvít og þögul en ekki í 3D og með tæknibrellum (eða jú, það getur vel verið að það sé allt vaðandi í tæknibrellum í henni, en hún er allavega ekki í 3D). Mér fannst þetta fín mynd. Maður er alltaf aðeins á varðbergi þegar myndir hafa fengið jafn sláandi einróma lof, en þessi á það alveg skilið. Myndin byggir á frásagnastíl mynda frá þessum s/h-tímum en víkkar formið heldur betur út. Er ótrúlega flott og skemmtileg, algjör feel-good mynd og hvað er betra en smá fílgúdd í þessum endalaus helvítis snjóþynglsum og myrkri. Ég er næstum því að verða brjálaður út af þessu og bryð magnesium til að stemma stigu við depurð og kvíða! Pottþéttar fjórar stjörnur á Artistann.

Myndin gerist sirka 1927-1937 og svo vill til að ég hef verið aðeins á kafi á svipuðu tímabili. Ég tók törn í Chaplin-myndum og sýndi krökkunum mínum allar bestu myndirnar hans frá The Kid í Modern Times. Krakkarnir  (4 og 8 ára) voru alveg heillaðir og gaman er að sjá að töfrar snillingsins eru enn virkir. Þá hef ég verið að kynna mér tímabilið – og aðeins aftar í aldir – fyrir hinn gríðarlega dægurlagasögudoðrant sem ég er að fínpússa þessa dagana. Kemur út í haust.

Horfði líka á myndina Another Year eftir bresku raunsæjiskempuna Mike Leigh. Þar er fylgst með vonlausu fólki og ekkert vonlausu. Algjöran leiksigur vinnur Lesley Manville, sem leikur hina ólánsömu Mary. Það er týpa sem brennir sig inn í minnið á manni. Aðrar fjórar stjörnur á þessa mynd.

Önnur ólánsöm manneskja er stundum hjá manni á kvöldin í formi Amy, sem Laura Dern leikur í þáttunum Enlightened. Ágætir þættir. Svo er ég líka að horfa á þættina Homeland og þar er eiginlega ein ólánsöm kona í viðbót, CIA-konan Carrie, sem Claire Danes leikur. Hún leikur á móti rauðhærðum gaur sem lítur út eins og millistigið af Ásgeiri Kolbeins og Steingrími Joð. Gaman að sjá rauðhærðan karl í sjónvarpinu. Sjaldgæft. Homeland-þættirnir eru alveg ok, samt ekki jafn góðir og þrumustöff eins og Breaking Bad, Dexter eða Boardwalk Empire.

7 svör to “Þögli artistinn og ólánsamir kvenmenn”

 1. Richard janúar 27, 2012 kl. 12:35 e.h. #

  (Being British we don’t speak any foreign languages! So many apologies for our nations ignorance)
  I really hope that The Artist re-awakens the interest in Black and White silent movies. Films then didn’t depend upon CGI or 3D which frankly is used to distract you from a decent plot an acting.

  Worst of all are ‘re-makes’ Get Carter, Italian Job and Arthurspring to mind. Likewise there was no improvement from the Classic London Cab. The replacement ‘Noddy Car’ was a disgrace!

  Keep up the great blog

  • Magi janúar 28, 2012 kl. 2:50 f.h. #

   The same goes for recorded music. Remixing and remastering, all too often only make things worse or, even ruin an already good recording. In my opinion, some of the best sounding records were made in the fifties and sixties.

 2. Sigurdur Þorfinnur Einarsson janúar 27, 2012 kl. 1:02 e.h. #

  Ég mæli mjög svo með American Horror Story, það er nastí þættir með reykjandi unglingum, mongolíta sem langar til að upplifa hvernig það er að vera fallegur og fleira í svipuðum dúr. Mjög hressandi á þessum písís tímum. Homeland eru óáhugaverðir og eiginlega bara leiðinlegir.

  • Maggi janúar 28, 2012 kl. 8:28 e.h. #

   Þetta langar mig að sjá. Takk fyrir Sigurður.

  • Ingibergur febrúar 6, 2012 kl. 7:22 e.h. #

   Þvæla. Homeland eru ein besta þáttaröð síðasta árs, þrælspennandi og framvinda til fyrirmyndar.

 3. Óskar P. Einarsson janúar 29, 2012 kl. 12:46 e.h. #

  Er svo ekki algjör skylda fyrir Hawaii-hausa að fara á The Descendants?

 4. drgunni janúar 30, 2012 kl. 4:39 e.h. #

  Er á leiðinni…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: