Sprengja í bankanum

2 Feb


Ég var háalvarlegur bankagjaldkeri árum saman í aðalútibúi Landsbankans (og eitt sumar í Loftleiðaútibúinu), eða frá 1985 til sirka 1992 eða 1993. Ágætis djobb, samstarfskonur alúðlegar (og ekkert mikið að skamma mig þótt ég héngi alltof lengi í mat á Mokka eða Hressó) og góður tími inn á milli til að semja pönktexta undir bankaborðinu. Kassinn stemmdi alltaf upp á krónu, nema einu sinni var ég þúsund kalli undir (óskilanlegt!)

Lengi var ég gjaldkeri í gjaldeyrisdeild og því með nokkuð feitan sjóð af gjaldeyri á minni könnu. Þá lét ég mig dagdreyma um að stinga af á föstudegi með sjóðinn og vera kominn til Argentínu á mánudegi þegar bankinn opnaði aftur. Ég hugsaði málið og komst að því að gallarnir við þetta plott væru fleiri en kostirnir.

Daginn sem ég byrjaði skrifaði ég upp á háæruverðugan þagnareið að segja aldrei frá því hvað myndi gerast í bankanum. Það sem næst kemur í þessu bloggi er því trúnaðarbrot. Læt það þó flakka í framhaldi af nýlegri umræðu um svifaseinar löggur og sprengju í miðbænum.

Ég var í einhverju agalegu flippskapi og ýtti einu sinni á bankaræningjatakkann undir borð– eða rakst í hann, ég man þetta hreinlega ekki. Þetta var á þeim tíma þegar lögreglustöðin var þar sem Kolaportið er núna, sem sagt mjög stutt á milli löggu og banka. Það sem gerðist næst var ekki að víkingasveitin mætti þungvopnuð á svæðið. Nei, það liðu tveir klukkutímar og þá kom ein lögga röltandi og spurði mig: Var einhver að hringja bjöllu hérna?

Fyrirvari – Bankaræningjar ath: Þetta er örugglega breytt núna og munið: Glæpir borga sig ekki!

5 svör to “Sprengja í bankanum”

 1. Guðmundur Erlingss febrúar 3, 2012 kl. 4:04 e.h. #

  Híhí, gerði þetta líka, alveg óvart að vísu. Gott ef það var ekki á mínum fyrsta degi (góð byrjun). Kom einmitt lögga inn í miðjan sal (í minningunni mótorhjólalögga í leðurgalla, en gæti verið wishful thinking) og galaði „er ekki allt í lagi hér?“. Gúdd tæms.

 2. heiða febrúar 6, 2012 kl. 1:12 e.h. #

  hahahahahhahahhahh! þú hefur pottþétt ýtt viljandi gunni. bara svona til að tékka hvað myndi gerast. þetta er snilld. sá þetta algerlega fyrir mér. leikrit sem gerist í gömlu bankaútibúi „in the seventies“ er það eitthvað?

 3. Grímur febrúar 14, 2012 kl. 9:05 e.h. #

  Ég man eftir þér í bankanum – eins og lög gera ráð fyrir. Þó sérstaklega Loftleiðasumarið ægilega 1992…

 4. Már Wolfgang Mixa febrúar 16, 2012 kl. 11:28 f.h. #

  Gunnar, er ég skilgreindur sem bankakona eða var ég einfaldlega ekki góður við þig? Lenti í svipuðu máli á Laugavegi 77 á svipuðum tíma, þar kom aftur á móti örfáum mínútum síðar lögreglan með látum og rauk inn. Geir, útibússtjóri, var brugðið og fann fljótlega hver sökudólgurinn var (ég ýtti reyndar margoft á hnappinn, var að spá í hvað í ósköpunum þessi hnappur væri að gera þarna). Daginn eftir voru allir gjaldkerar settir á námsskeið varðandi öryggismál; ég var ekki vinsæll í þeim hópi þann daginn. Viskan hefur þó augljóslega ekki ratað niður í miðbæ.

 5. drgunni febrúar 16, 2012 kl. 2:08 e.h. #

  Jú jú þú varst góður! Þetta voru samt aðallega konur, minnir mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: