Motörheadvín, 10CC, Hawaiibíó, 4 matsölustaðir

9 Feb

Hvaða rugl er nú þetta með Motörhead rauðvínið sem er bannað? Hverjir vinna á Rokkgreiningardeild ÁTVR sem eru svona vitlausir? Er nú ekki skárra að snarbrjálaðir amfetamínhausar snúi sér að rauðvínsgutli? Þetta er jafnvel ennþá vitlausara en þegar Ríkið bannaði eitthvað vín um árið þar sem sást í rass á konu á miðanum. Drykkurinn átti að hvetja til karlrembu eða eitthvað. (Frétt um rauðvín Lemmys).

Eðalhljómsveitin 10CC ku á leiðinni. Spilar í Háskólabíói 21. apríl.  Reyndar er bara einn eftir af orginal mönnum, Graham Gouldman, en það er skárra en ekkert. Þar sem 10CC er topp band sem ég á komplett á vinýl mæti ég að sjálfssögðu. Fulltrúi orginal bandsins, hann Graham, er líka toppeintak og um margt merkilegur annað en að hafa verið í 10 CC. Áður en hann stofnaði bandið með vinum sínum samdi hann allskonar poppklassík fyrir ýmiskonar lið út í bæ, t.d. lög eins og No Milk Today fyrir Herman’s Hermits og Bus Stop fyrir The Hollies. (Hér er wikið um hann). Hér er settlisti frá tónleikum 10CC í fyrra og eins og sjá má er um eintóma snilld að ræða.

Fór á myndina The Descendants. Mér fannst hún ekki eins sterk og fyrri myndir Alexanders Payne leikstjóra, About Schmidt og Sideways, en alveg fín samt (Þrjár stjörnur). Svo gerist hún náttúrlega á Hawaii og ekki bara á eyjunni Oahu heldur líka á Stóru eyju og á Kaua’i. Ég kannaðist því við margt og fannst ég finna ylinn af sólinni. Líka gaman að sjá svona margar Hawaii-skyrtur en það var nánast undantekning að það væru ekki allir í Hawaii-skyrtu í myndinni.

Fór í Happ í konuganginum í stóra húsinu þar sem Hamborgarafabrikkan er. Rándýr samloka úr glerhörðu en eflaust ægilega hollu brauði. Eitthvað bragðlaust grænmeti innan í og ekki einu sinni salatbingur til hliðar. Happ er ekki nema ein stjarna, amk ekki fyrir svona samloku. Fór líka á Tokyo Sushi í Glæsibæ. Þetta er sjálfsafgreiðslustaður og því miður var eiginlega allt búið. En það sem ég fékk var rosalega gott og ekkert svo dýrt. Held mér sé óhætt að splæsa fjórum stjörnum á þetta pleis með fyrirvara um að eitthvað verði til þegar ég kem næst. Svo fékk ég mér eitthvað shawarma tilboð á Al Amir í Hafnarfirði. Það var þokkalegt, tvær stjörnur, því miður ekki mjög oðentik staður heldur bara íslenskt sjoppu-stæl. Þeir eru með ágætt tilboð í American Style í febrúar. Börnin borða frítt. Fékk mér Boddy Holly borgara sem var venju samkvæmt hjá Stælnum ekkert sérstaklega góður. Næsti bær við Staðarskála hreinlega. Fínt að fá frítt fyrir börnin samt. Tvær stjörnur.

6 svör to “Motörheadvín, 10CC, Hawaiibíó, 4 matsölustaðir”

 1. Óskar P. Einarsson febrúar 9, 2012 kl. 1:02 e.h. #

  Descendants er rosaleg og Klúní verður tæpast betri en þetta. AP er orðinn ókrýndur konungur tragikómedíunnar.

  Fyrir þrusufínan sjoppubörgera-fíling mæli ég með Brautarstöðinni á horni Ármúla og Grensásvegar. Þeir eru nýlega búnir að setja upp þrusufínt retró-gossafn í glerskáp, sem allir gos-nördar ættu klárlega að geta tapað sér yfir…

 2. Stefán Þór Sigfinnsson febrúar 9, 2012 kl. 4:37 e.h. #

  Mér blöskrar orðið verðið og skammtarnir á American Style. Verðið fer upp og skammtarnir minnka. Ein kjúklingabringa með smá sósu,litlu salati og bakaðri kartöflu og smjöri kostar það sama og kjúklingabringa með sósu,góðu salati með smá pasta í,fullt af brúnum hrísgrjónum,maíisstöngull,smjör og 1/2 Toppur á BK kjúklingi og það er líka miklu betra á bragðið.

 3. drgunni febrúar 9, 2012 kl. 5:15 e.h. #

  Nú þá hættirðu bara að fara á Stælinn.

 4. Stefán Þór Sigfinnsson febrúar 9, 2012 kl. 11:26 e.h. #

  Já löngu hættur því og veit um fleiri sem kvarta orðið yfir því að fara svangir þaðan eftir örskammta.

 5. Kári febrúar 17, 2012 kl. 10:40 f.h. #

  Stór feill að fá sér ekki jógúrtísinn sem Tokyo Sushi býður af einhverjum ástæðum upp á! Hann er ljúffengur, hreinn og alvöru með jógúrtbragði, ekki eins og allar þessar svokölluðu jógúrtísbúðir. (Svo ef maður vill hafa það pínu fancy getur maður valið sér mismunandi topping eins og jarðarber, karamelluhnetur o.fl.)

 6. drgunni febrúar 17, 2012 kl. 10:52 f.h. #

  Gott tipp! Fæ mér svoleiðis næst. Komin önnur góð ástæða til að kíkja þarna aftur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: