Bítlarnar líta aftur

16 Feb

Eins og allir vita eru Bítlarnir besta hljómsveit allra tíma. Um þessa staðreynd er óþarfi að ræða frekar. Nú hafa þeir tveir eftirlifandi báðir gefið út nýjar sólóplötur þar sem þeir líta aftur og taka gömul lög. Þessar plötur teljast varla með merkilegasta efni meistaranna en þeir sem eru staðfastir í bítlatrúnni tékka vitaskuld á þessu.


Ringo (71 árs) kallar sína Ringo 2012. Þetta er 17. platan hans. Hann býður upp á níu lög, tvær nýjar útgáfur af gömlum lögum úr eigin fórum (Wings og Step Lightly) og tvo ellismelli, lögin Rock Island Line og Buddy Holly lagið Think it over. Allskonar bransahundar hjálpa karli, eða í stafrósröð: Michael Bradford, Ann Marie Calhoun, Matt Cartsonis, Steve Dudas, Charlie Haden, Amy Keys,  Kelly Moneymaker, Richard Page, Van Dyke parks, Kenny Wayne Shepherd, Dave Stewart, Bruce Sugar, Benmont Tench, Joe Walsh , Don Was og Edgar Winter. Gamli fer á túr í sumar (sjá heimasíðu hans) en það eru allt gigg í Ameríku.

Hér á Youtube er Samba, sem Ringo samdi með þeim gamla grána Van Dyke Parks.


Paul (69 ára) kallar sína Kisses on the Bottom. Þetta ku einfaldasta plata Páls sándlega síðan hann gerði McCartney 1970. Á þessari 16. sólóplötu tekur hann 12  gamla ameríska djasstíma standarda og tvö frumsamin. „I worked with Diana Krall, and great jazz musicians like John Clayton. This is an album very tender, very intimate. This is an album you listen to at home after work, with a glass of wine or a cup of tea,“ segir hann. Karlinn er alltaf eitthvað spila, tékkaðu bara á heimasíðunni hans.

Hér er lagið My Valentine sem er eftir Pál sjálfan. Hann samdi það fyrir nýju konuna, Nancy Shevell, sem vonandi er ekki jafn mikil tík og sú einfætta. Hér er gamli að gifta sig 2009:

Það hlýtur að vera skýr krafa á íslenska tónleikahaldara að þeir reyni eins og þeir geta að fá þessa meistara til landsins til tónleikahalds, saman eða sitt í hvoru lagi. Þeir eru hvort sem er „alltaf“ að flækjast hérna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: