Nýr hamborgari á Snorrabraut

17 Feb

Á morgun kl. 18 opnar lúxus hamborgarastaðurinn Roadhouse (Facebooksíðan) í gamla Ríkinu á Snorrabraut 26. Þetta er staður sem vægast sagt lofar góðu. Þar sem ég lagði hönd á plóg (valdi lög á hinn gríðarlega pleilista – amerísk lög frá 1930-1970) fengum við að vera tilraunadýr þegar eldhúsið var vígt í gær.

Einn eiganda  er Siggi sem er líka með SuZushi í Kringlunni. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Roadhouse eftir að hafa séð sjónvarpsþættina Diners, Drive-ins and Dives á Foodnetwork. Hef ekki séð þessa þætti en þeir lúkka ræt upp mæ allei. Þar sem ég er dænerdjönkí er þetta klárlega pleis fyrir mig. Kaninn á mér er kjaftur og allt það. Okkur var vísað í bás og við tók djúsí matseðill, blautur úr prenti:


Eins og sést (amk ef þú stækkar myndina) er allskonar gúmmilaði í boði á samkeppnishæfu verði. Fjórar tegundir af allskonar reyktum rifjum, sex borgarar og svo allskonar á hinni hliðinni líka. Þarna verður hægt að drekka rótarbjór með matnum og hnetusmjörs-sjeik verður í boði. Best er auðvitað að maturinn er ekkert forunninn. Þetta er allt ferskt og gert á staðnum. Ég er svo beisik að ég fékk mér bara fyrsta borgarann á listanum, The Roadhouse:


Hann var hrikalega góður og frönskurnar ekki síðri, enda handmade á staðnum. Þetta eru bestu frönskur á landinu! Boðið er upp á tómatsósu frá Val, sem er sko alveg málið.


Kökuvagninn rann í hlað og ég gúffaði í mig eplapæ en Lufsan fékk sér Pecanköku. Allt var eins og blómstrið eina.

Búið er að gera gömlu sjoppuna (og enn eldri áfengisverslunina) mjög huggulega. Staðurinn er fullur af amerískri memórabillíu eins og svona staðir eru jafnan, Chaplin mynd var varpað á vegg og úr poppvél fengu gestir popp á meðan þeir biðu eftir matnum.


The Roadhouse fær auðvitað fjórar stjörnur enda alveg magnaður. Og verður eflaust bara betri því það var smá hik á mannskapnum í þessari tilraunamáltíð. Til hamingju!

6 svör to “Nýr hamborgari á Snorrabraut”

 1. Sjeniverinn febrúar 17, 2012 kl. 10:14 f.h. #

  Á.T.V.R. var í húsnæðinu við hliðina, þarna var herrafataverzlun.

 2. drgunni febrúar 17, 2012 kl. 10:51 f.h. #

  Nú ok! Man þetta ekki alveg. Man þó að einhvern tímann fyrir Verslunarmannahelgi fékk ég ekki afgreiðslu (enda bara 16 ára), en þá fór maður bara á Lindargötuna og það slapp!

 3. Árni febrúar 17, 2012 kl. 11:19 f.h. #

  Þarna var verslunin KRON á mínum ungdómsárum ca 1970-1980

 4. Helgi Helgason febrúar 17, 2012 kl. 2:30 e.h. #

  Sæll Gunni,verður maður að púla meira í ræktini fyrir vikið,ef hnetusjeikinn er innbirtur á fullum krafti?..

 5. drgunni febrúar 17, 2012 kl. 3:22 e.h. #

  1 hnetusmjörs-sjeik = 3 tímar í spinning. Það tekur á að vera svona falleg ofæta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: