Áríðandi fréttir af Retro Stefson

21 Feb

Hef heyrt nýju lögin fimm með Retro Stefson, en eins og alkunna er var platan þeirra Kimbabwe besta platan 2010. Lagið Qween er eitt af þessum nýju og hin standa því ekkert að baki. Dúndur plata á leiðinni þar.

Ég var að fá áríðandi fréttaskeyti frá þeim:

La Blogotheque, sem þekktir eru fyrir að gera svokölluð Take away show með tónlistarmönnum, dvöldu á Íslandi yfir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina 2011. Nú fyrir helgina var afrakstur samstarfs þeirra með Retro Stefson opinberaður á veraldarvefnum. Um er að ræða hálfórafmagnaða útgáfu af laginu Qween sem er eitt vinsælasta lagið á Íslandi í dag. Take away show gengur út á að taka allt upp í einni töku – bæði tónlist og mynd. Take away show eru oftar en ekki tekin upp á „sérstökum“ stöðum og var engin breyting þar á í tilfelli Retro Stefson sem spiluðu í flugskýli á meðan flugvirkjar sinntu viðhaldi flugvélaga. Sjón er sögu ríkari!

http://www.blogotheque.net/2012/02/17/retro-stefson/
http://www.youtube.com/watch?v=vnkNK8C3TYM

Aðrar fréttir af Retro Stefson eru þær helstar að hljómsveitin er í hljóðveri að vinna að nýrri plötu sem kemur út síðar á árinu. Hljómsveitin mun koma fram á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin í mars og heldur síðan í lengri tónleikaferð með vorinu þar sem hún mun m.a. spila í Englandi, Póllandi og Þýskalandi. Í sumar verða síðan helstu tónlistarhátíðir Evróðu sóttar heim.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: