Giggin framundan

21 Feb


(Graham Gouldman, eini orginal meðlimur 10cc. Þetta er snillingur sem samdi m.a. No milk today!)

Útlendingarnir flykkjast að, flestir á besta aldri. Mér sýnist þetta líta svona út, en kannski er ég að gleyma einhverju?

10.3 – Tiesto, Vodafone-höllin. Brjálað stuð. Ætli Jónsi mæti? Hann söng sem kunnugt er titillagið á plötu Tiesto, Kaleidoscope 2009. Hlustað á það hér.

21.4 – 10cc í Háskólabíói. Ég mæti. Toppband og það sleppur þótt það sé bara einn orginal eftir.

18.5 – James Taylor í Hörpu. Hef nú takmarkaðan áhuga á þessum, því miður.

10.6 – Elvis Costello í Hörpu. Vonandi deyr enginn svo hann komi loksins. Ég á miða. Best hefði verið ef The Attractions kæmi með honum en það er ekki alltaf bolludagurinn.

19.7 – John Grant í Háskólabíói. Þessi er auðvitað mikill meistari. Sá hann í Hörpu í fyrra svo ég nenni ekki að fara á þetta nema ef hann verður með band með sér.

22 og 23.6 – Jethro Tull flytja Thick as a brick í Hörpu. Mæti ef ég hef þroskað hjá mér smekk fyrir gömlum körlum í sokkabuxum að spila á flautu.

10.8 – Tony Bennett í Hörpu. Ég mæti ekki.

17.10 – Don McLean í Hörpu – Hef nú takmarkaðan áhuga á þessum, því miður.

31.10 – 4.11 – Airwaves – strax hægt að kaupa miða.

Nú svo eru innlendir jafnt sem erlendir aðilar alltaf hreint að riðlast á Queen-lögum út um allan bæ, sem er auðvitað hið besta mál.


Alls ekki má gleyma í þessari upptalningu þeim einstæða viðburði að hljómsveitin SVANFRÍÐUR ætlar að kombakka biggtæm í Austurbæ 14. apríl!!! Nú hef ég aldrei verið ofboðslega hrifinn af einu LP plötu sveitarinnar, What’s Hidden There?, sem kom út 1972. Af íslensku hipparokki er ég heitari fyrir Trúbrot, Óðmönnum og Icecross. Þetta er engu að síður merkileg plata sem hefur skotist í hæstu hæðir safnaramarkaðarins og hefur verið gefin út aftur, bæði ó- og löglega. Vel með farið orginal eintak fer á ekki undir 100.000 kallinum á Ebay. Þar sem þetta er svo einstakt og töff held ég að manni hreinlega beri siðferðisleg skylda til að mæta á þessa tónleika. Hlustið hér á flest lögin af plötunni á Youtube. Hér er brot úr fréttatilkynningu, sem Jónatan Garðarsson skrifaði:
Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson, Sigurður Karlsson og Sigurður Rúnar Jónsson, sem léku allir á plötunni What‘s Hidden There, ætla að heiðra minningu Péturs (Kristjánssonar, sem hefði orðið 60. á þessu ári) og fagna um leið 40 ára afmæli hljómsveitarinnar á tónleikum í Austurbæ 14. apríl næstkomandi. Þar verða rifjuð upp nokkur þeirra tökulaga sem nutu hvað mestra vinsælda í flutningi Svanfríðar auk þess sem öll lögin af plötunni What‘s Hidden There? verða leikin. Þórður Árnason gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari  taka þátt í tónflutningum með Svanfríði en söngvararinn Eiríkur Hauksson mun taka að sér hlutverk Péturs ásamt söngvurunum Elvari Erni Friðrikssyni og Pétri Erni Guðmundssyni sem munu einnig sjá um að fylla upp í skarð Péturs W. Kristjánssonar 

7 svör to “Giggin framundan”

 1. Egill febrúar 21, 2012 kl. 10:12 f.h. #

  Þegar ég var í Hagaskóla komu ennþá alvöru sveitir og spiluðu á böllum. Ég man eftir amk. tveimur böllum með Svanfríði og það var rosa stuð. Svo tóku skólastjórarnir í Reykjavík sig til og bönnuðu böll með utanaðkomandi hljómsveitum. Það þótti manni fúlt.

 2. drgunni febrúar 21, 2012 kl. 10:17 f.h. #

  Já Pétri Kristjáns fannst þetta helvíti fúlt líka. Svo kom diskó og eintómt rugl þar til Bubbi 1980!

 3. Óskar P. Einarsson febrúar 21, 2012 kl. 10:45 f.h. #

  Svo skilst mér héðan (http://www.musik.is/dofine.html) að Reykjavik Music Mess verði haldið í Apríl…suddalega myndi maður mæta á það!

 4. Stefán Þór Sigfinnsson febrúar 21, 2012 kl. 10:45 f.h. #

  Frekar fúllt þegar stór nöfn eru að koma á sumrin til landsins. Þá nennir maður ekki á tónleika og vill vera upp í sveit eða í ferðalagi eða er bara í burtu í sumarfríi að nú maður talar ekki um sé maður hestamaður þá á það mest allan hug mans.

 5. Stefán Þór Sigfinnsson febrúar 21, 2012 kl. 12:19 e.h. #

  Óskar: Það væri frekar erfitt að halda svona hátíð ef Nasa nyti ekki við.

 6. Jón Unnar febrúar 22, 2012 kl. 11:22 f.h. #

  Þetta er allt rosalega óspennandi, fyrir utan John Grant og Airwaves auðvitað…

Trackbacks/Pingbacks

 1. 538 ára gamalt rokk « DR. GUNNI - mars 21, 2012

  […] ég gerði hér lista yfir giggin framundan hafa tveir gamlingjar bæst við. Því er kominn tími á […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: