Kúl Færeyingar koma

28 Feb

Eitt af því sem ég þarf að gera „áður en ég dey“ er að fara til Færeyja og Grænlands. Það er glatað að gera það ekki, en smá bögg að það skuli vera svona helvíti dýrt að fljúga þangað. Ef það er jafn dýrt að fljúga til New York og Nuuk eða Þórhafnar vill maður freistast til þess að fara frekar til nafla alheimsins en í tánögl alheimsins. En allavega, það hlýtur að koma að þessu einn daginn, eins og allt hitt sem ég þarf að gera „áður en ég dey“ – keyra Ford Mustang, prófa Segway o.s.frv. (ef einhver vill lána mér Ford Mustang eða Segway má hann hafa samband!).

Nú eru tveir mega artistar frá Færeyjum að fara að spila hérna. Þetta eru þau Högni Reistrup, sem virðist hafa komist í búningakistu Jónsa í Sigur Rós, a.m.k. samkvæmt þessari prómómynd:

og Guðrið Hansdóttir, sem lítur svona út:

Þetta eru hinir áheyrilegustu listamenn eins og má heyra á Youtube. Hér er Meditations on salt af nýjustu plötunni hennar Guðrið og hér er Hvor segdi hetta var endin með Högna. Hér er svo fréttatilkynningin:

Færeysk tónlistar innrás!
Frá og með fyrsta mars til þriðja mars næstkomandi mun færeyski
tónlistarmaðurinn Högni Reistrup ásamt hljómsveit troða upp á þrennum
tónleikum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þetta verða fyrstu tónleikar
Högna hér að landi. Hann fær til liðs við sig færeysku söngkonuna
Guðrið Hansdóttir sem hefur verið búsett á íslandi síðan í haust og
hefur verið að gera það gott bæði heima og erlendis.

Högni Reistrup sendi í byrjun árs frá sér sína þriðju stúdíóplötu
„Samröður við Framtíðina“ sem hefur fengið gríðargóða dóma bæði í
færeyskum og dönskum fjölmiðlum og einnig vakið athylgi á Gogoyoko.
Gaffa.dk segir Högna vera best geymda leyndarmál Færeyja og fer fögrum
orðum um tónlist hans. Á plötunni blandar Högni popp, raf og rokk tónlist á einstakan hátt.

Janus Rasmussen úr hinni vinsælu hljómsveit Bloodgroup, stjórnaði
upptökum og útsetti plötuna hans Högna. Hún var unnin bæði í Færeyjum
og Íslandi. Styrmir Hauksson, sem áður hefur unnið með
hljómsveitum á borð við Hjálma og Retro Stefson sá um
hljóðblöndunina.

‪Guðríð Hansdóttir sendi frá sér sína þriðju plötu á síðasta ári sem‬
‪ber titilinn „Beyond the Grey“. Platan fékk mikla lof gagngrýnandi.
‪Morgunblaðið útnefndi plötuna ein af plötum ársins 2011.
‪Guðrið er búin að spila mikið hérna heima á íslandi og einnig út um
allan heim við gríðar góðar undirtektir‬ ‪og ætlar að fylga plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Evropu í vor.‬

Tónleikar verða á :
‪Græni Hattnum á Akureyri þann 1. Mars‬
Gaukur á Stöng‬ þann 2. Mars
‪Kex Hostel‬ þann 3. Mars

Einstakt tækifæri að sjá það ferskasta í Færeysku tónlistarlífi!

2 svör to “Kúl Færeyingar koma”

 1. Ari febrúar 28, 2012 kl. 1:08 e.h. #

  Já hver veit nema maður kíki, takk fyrir það. Bubbi hafnaði henni Guðríð í idolinu 2003 ( sjá hana efst til vinstri: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3484017 ) en nú er hún komin aftur with a vengeance.
  Þessi Högni hljómar hreint ágætlega. Meira raf en minnir pínku á Páll Finnur Páll sem eru í uppáhaldi hjá mér í færeyska poppinu, nýja platan þeirra er ágæt en fyrri mun betri, hér er lag af nýju plötunni http://www.youtube.com/watch?v=95MAqBITMxg .
  Hefurðu ekki farið til Færeyja, þú ert nú meiri rugludallurinn! Næst ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki hlustað á fyrstu og einu rappplötu Færeyja sem kom út í haust http://www.youtube.com/watch?v=XBRC8c8SFNk
  Já það er dýrt að ferðast þangað en það er mikið í umræðunni núna að það þurfi að lækka verðið, nýlegur klst langur þáttur um það í sjónvarpinu hjá þeim nýlega http://www.kringvarp.fo/netvarp#sektion=1;media=15286;tab=1

 2. drgunni febrúar 28, 2012 kl. 2:36 e.h. #

  Ég þakka spikfeita hlekkina. Ég þarf að reyna að skvísa mér einhvern veginn fríbí til Færeyja. Bind vonir við að verða boðið á G! festivalurinn einhvern daginn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: