Klósettveggjaskilaboð

1 Mar

Fór á Ístón (ég nenni ekki að skrifa Íslensku tónlistarverðlaunin – æ, búinn að því) og það var gaman. Ég er bara svo einfaldur að mér finnst svaka sport að fara í Hörpuna, mér er alveg sama hvað hver segir, ég er að fíla þetta hús. Hátíðin fín, mar. Mugison láttla hirti allt nema söngvari ársins sem snöktandi Daníel Ágúst tók verðskuldað. Villi naglbítur góður og hress, kannski full hress fyrir hlé og minna hress eftir hlé – hefði mátt stilla hressleikann aðeins. Þá hefði hann verið jafn hress allan tímann. Ari Eldjárn var með átröskun (ég er að reyna að gera þetta að nýja „geðveikur“) og heiðurs Megas þakkaði snyrtilega fyrir sig. Þú sérð þetta í stuttu útgáfunni í Hljómskálanum á laugardaginn.

Andskotans maður! Nú er Davy Jones, forsöngvari Monkees, fallinn frá. Topp band Aparnir. Kannski David Bowie fari þá að kalla sig David Jones núna?

En allavega, fór á klósettið í BSÍ í gær. Klósettveggir voru eiginlega Facebook fortíðarinnar. Þar skrifaði fólk álíka merkilega og á Facebook, ef ekki dýpri skilaboð. Lengi vel kom maður varla í það klósett en að þar væri ekki vísan góða, frægasta klósettveggjavísa í heimi, Hér er ró og hér er friður… o.s.frv. Veit einhver hver samdi þetta? Á BSÍ eru blá dópistaljós svo maður fari nú ekki að sprauta sig. Alltaf dálítið spúkí að pissa í svoleiðis. Mér til nokkurrar ánægju hafa einhverjir retro-þenkjandi meistarar skilið eftir skilaboð á veggnum (kannski ekki með spjaldsímann á sér og komust ekki á Facebook), en ég var með minn síma (samt ekki spjald eða smartsíma). Et voila!


(Fyrirvari til að fyrirbyggja lögsókn og fjárútlát: Allt það sem kemur fram á ofangreindum myndum er ekki mín skoðun heldur skoðun óþekkta klósettveggjaskrifarans. Ég er eiginlega alveg viss um að kokkurinn þvær sér mjög reglulega um hendurnar.)

Að lokum vil ég benda á tvö ágætis popplög sem eru í gangi núna: (In The End) There’s Only Love með eistneska bandinu Ewert and The Two Dragons og We are young með Fun.. (sko, bandið heitir Fun. Fun punktur) og er amerískt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: