Davíð Oddsson gefur út plötu

2 Mar


Árið 1971 starfrækti Davíð Oddsson útgáfufyrirtækið Ljúfan Records, ásamt félögum sínum í Matthildi. Því miður kom bara út ein lítil plata hjá merkinu. Þar söng Hannes Jón þrjú  erlend lög með blautlegum textum „Þórðar Breiðfjörð“. Þegar ég heimsótti Davíð um daginn var hann mjög stoltur af tíma sínum sem hljómplötumógúls og auglýsingasölumanns, en hann seldi Kók og Karnabæ auglýsingar á plötuna. Umslagið er röff, fjölritað blað í plastpoka (ekki límt umslag) og eru auglýsingarnar innan í – „Ég er nú ekki svo viss um að þeir hafi verið ánægðir með það,“ sagði Davíð og flissaði.

Nú, eins og allir vita tók Davíð aðra stefnu í lífinu en það má alltaf leika sér með alternative veruleika þar sem Davíð fór aldrei í SUS heldur gerðist helsti útgefandi og umboðsmaður landsins. Hvað hefði þá orðið um Jón „vonda“?

Hannes Jón Hannesson – Tileinkun

Titillagið á A-hlið er eftir Evert Taube. Allt frekar rólegt enn.

Hannes Jón Hannesson – Það (harðbannað)

Tvö lög á B-hlið. Fyrst þetta sem er sama lagið og Ævintýri höfðu tekið stuttu áður, en með graðtexta, enda allir svo opinberlega graðir og skeggjaðir í seventís-stuðinu.

Hannes Jón Hannesson – Fækkaðu fötum

Þekktasta lag plötunnar. Lag eftir Peter Sarstead með „hættum þessu kjaftæði og förum að ríða“-texta. SSSólin tók kóver af laginu 1993. Þess má geta að Hannes Jón gerði LP sólóplötu skömmu eftir þetta (Hvatning er frábært lag og hér er Dylan kóver) og gekk svo í Brimkló. Löngu síðar – næntís – gerði hann sólóplötuna Kærleiksblóm, sem er einmitt orð úr laginu Tileinkun. Býr í LA núna.

Platan fékk þokkalegar móttökur. Hér er dómur úr Mogganum:

Ég þakka Gesti í Lucky Records fyrir lánið.

4 svör to “Davíð Oddsson gefur út plötu”

  1. Kristinn Pálsson mars 2, 2012 kl. 7:57 f.h. #

    Hannes Jón var líka merkilegur tónlistarmaður sem í dag býr út í Los Angeles. Hann náði líka að senda frá sér breiðskífu frá SG. Þar má t.d. heyra manninn flytja lög eftir Bob Dylan við texta eftir Hrafn Gunnlaugsson en uppáhaldið er þó lagið „Hvatning“ sem ég beinlínis hvet þig til að kynna þér…

  2. Horfum reið um öxl mars 2, 2012 kl. 8:52 f.h. #

    Klám, tízkularfar og ropvatn. Arfleifðin mikla.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Davíð Oddsson var aldrei rokkari! | DR. GUNNI - apríl 23, 2015

    […] Hann var og er hins vegar mikill Bob Dylan aðdáandi og gaf út eina plötu með félögum sínum í Matthildi. Um það hef ég þegar skrifað. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: