Feitur, veikur og næstum dauður

7 Mar


Las um myndina Fat, Sick and Nearly Dead í gestafærslu Sigga pönk hjá Snobbhænsninu. Tékkaði á þessari mynd og hún er nokkuð sterk (3 stjörnur). Ástrali í yfirvigt fer til Bandaríkjanna til að djúsa sig niður í 60 daga. Þá gerir hann ekkert nema að drekka djús sem hann pressar úr grænmeti og ávöxtum. Á leiðinni talar hann við allskonar amerískar feitabollur og hittir loks góðlegan trukkabílstjóra sem slær til og djúsar sig líka niður. Sá er akfeitur en tekur djúskúrinn með stæl. Í lok myndar eru Ástralinn kominn í kjörþyngd og trukkabílstjórinn á leiðinni þangað.

Offita er faraldur, eins og sagt er.  Það er vegna þess að við étum svo mikið drasl. Amerísku feitabollurnar sem talað er við segjast hafa sætt sig við að lifa ekki lengur en til svona 55 og er það nokkuð sjokkerandi. Einn segir: Ég vil frekar lifa styttra og éta meira. Hvað ætti ég svo sem að gera við þessi extra 10-20 ár? Ósjálfrátt fer maður að sjá fyrir sér fólk sem ofalin svín í búri kapítalismans. Fólkið burðast auðvitað með allskonar lífsstíls-sjúkdóma sem það tekur rándýr lyf við (úthugsað plott?). Þeir sem taka mataræðið í gegn losna yfirleitt við þá byrði og standa uppi sem hreinsaðar manneskjur.

Hjá hefðbundnum Kana (og eflaust fleirum – Bretar eru t.d. alveg jafn slæmir í þessu og við líka) er mataræðið einhver 60-80% unnin matvæli með allskonar aukadrasli í og ekki nema 5% grænmeti og ávextir. Í djúsun fer það hlutfall í 100% og unnu matvælin í núll.

Jim Cross, Ástralinn sem gerði myndina, er ekki að selja manni neitt, ekki einu sinni safapressu. Ég nenni svo sem ekki alveg að fara í svona hardkor djúsun (enda ekki það feitur) en það er margt umhugsunarvert í myndinni og hún er áhrifarík. Ég mæli eindregið með að þeir sem burðast um með of mikið af sjálfum sér tékki á henni. Treilerinn á Youtube er hér, hér er heimasíðan fyrir myndina og hér er heimasíðan Reboot your life, sem Jim virðist hafa sett upp til hjálpar og frekari útskýringa. Þar eru matseðlar og allskonar áhugavert efni.  Svo er ágætt að hafa bókina Mataræði eftir Michael Pollan við hendina.

3 svör to “Feitur, veikur og næstum dauður”

 1. Pétur Henry mars 7, 2012 kl. 3:46 e.h. #

  Já, svo er bara að snúa þessu upp á þann hluta jurtaríkisins sem okkur býðst á ásættanlegu verði (kartöflur, blaðlaukur og rófur ) 🙂

  • drgunni mars 7, 2012 kl. 3:48 e.h. #

   Þú hefur alveg efni á öllu hinu líka ef þú ert hættur að éta allt nema grænmeti og ávexti!

 2. Sigurjón mars 10, 2012 kl. 8:00 e.h. #

  Ég varð einmitt mjög áhugsamur um þetta topic þegar ég horfði þessa mynd, gekk meira að segja svo langt að kaupa mér djúsvél af Ebay. Ég er nú meðal maður í þyngd sem hreyfir sig mikið, en borða svo sem nóg óhollt líka (sem er auðvelt, verandi búsettur í USA). Ég verð að segja að ég finn stórkostlegan mun á mér eftir að ég byrjaði að drekka 500ml grænmetisdrykk í morgunmat á hverjum degi. Miklu ferskari, bæði í hausnum og í líkamanum almennt. Hef trú á þessu systemi (sem er hálfur árangurinn), en það er rétt sem Pétur bendir á, þetta er dýrt. Ég er að borga sirka $7-8 fyrir hvern drykk, sem safnast saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: