Prinsessan á Mars

11 Mar


Þessi bók kom út á Íslandi árið 1946, en árið 1912 á frummálinu skv. Wikipedia. Edgar Rice Burroughs gerði helling af bókum um þessi ævintýri jarðarbúans John Carters, en er náttúrlega miklu frægari fyrir Tarzan-sögurnar. Pabbi minn fékk þessi bók í afmælisgjöf (20 ára) þegar hún kom út og hún hafði endað uppi hjá mér. Ég las hana fyrir Dagbjart á síðasta ári. Þetta er ágætis bók og sagan hefur verið langt á undan sinni samtíð 1912. Það er líka greinilegt að Star Wars og seinni tíma geimdót er undir áhrifum af henni.

Önnur bók er til á íslensku um ævintýri John Carters. Stríðherrann á Mars kom út 1947. Það er samt þriðja bókin í seríunni, en saga númer 2 kom einhverra hluta vegna ekki út á ylhýra. Ég þurfti að fara í Bókasafn Kópavogs til að ná í Stríðsherrann.

Þegar framhaldsögulestri var lokið fór ég á netið til að athuga hvort það væri ekki búið að gera bíómynd eftir þessum sögum. Jú jú, mikil ósköp – Princess of Mars hafði komið út beint á videó 2009 með sjálfri Tracy Lords í hlutverki prinsessunar. Tracy er reyndar löngu hætt í kláminu svo kannski grefur maður myndina upp. Samt kannski ekki, hún er ekki með nema 3.2 í einkunn á Imdb. Ég komst líka að von væri á stórmynd frá Disney sem byggir á fyrstu bókinni, John Carter.

Hvílík tilviljun!, hugsaði ég.

Við Dagbjartur fórum á myndina í gær í brakandi 3d. Okkur fannst hún frábær enda líklega eina fólkið í salnum sem hafði lesið bókina. Fyrir hina er sagan kannski dálítið flókin. Og þó, það gekk allavega enginn út. Myndin fær sýnist mér frekar lélega dóma en ágæta aðsókn svo kannski verða gerðar fleiri myndir. Við vonum það allavega innilega því þetta er flott en þokkalega heimskuleg afþreying um karlmennsku og geimkjaftæði. Í ljósi tilviljunarinnar gef ég henni fjórar stjörnur!

3 svör to “Prinsessan á Mars”

  1. Tars Tarkas mars 11, 2012 kl. 12:14 e.h. #

    Hvað meinarðu með brakandi þrívídd? Þetta er eftirá meikuð þrívídd og virkar eiginlega alls ekki. Það besta sem hægt er að segja um hana er að hún skemmir svo sem ekkert fyrir myndinni heldur. Bara alveg gagnslaus. Ég sá Journey 2 á eftir John Carter og þar er þrívídd sem svínvirkar svo það var ekkert að þrívíddargleraugunum..

  2. drgunni mars 11, 2012 kl. 3:23 e.h. #

    ok þá.

  3. Haraldur Ingi Haraldsson mars 11, 2012 kl. 7:13 e.h. #

    Fór svona ferð með mínum syni á laugardag. Hún heppnaðist afar vel. Ég hafði ekki lesið bókina síðan ég var +- 13 ára. Fínir endurfundir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: