Hótel Volkswagen

16 Mar


Áður en hinn mikli leiðtogi og mannvinur, borgarstjórinn í Reykjavík, Hr. Jón Gnarr, tók að sér vellaunaða giggið, var hann byrjaður að vinna hjá Borgarleikhúsinu að sýningunni Hótel Volkswagen. Þrátt fyrir gríðarlegar annir hefur vor andlegi meistari nú klárað verkið og það á að frumsýna 24. mars nk.

Verkið er eflaust byggt á þeim leikritum sem Jón samdi í þátt Sigurjóns og Möggu Stínu og flutt voru í Heimsenda-þáttunum á Rás 2 (1994-95). Þetta var eitt af því fyrsta sem Sigurjón og Jón dunduðu saman, en ef einhver veit það ekki, þá áttu þeir síðar eftir að gera besta grín Íslandssögunnar með Tvíhöfða og Fóstbræðrum og þessari snilld allri. Leikritið um Hótel Volkswagen var það besta í Heimsenda-þáttunum og sýndi manni hvað í þessu liði bjó. Annað í þáttunum var að einhver kom í heimsókn og svo var röflað við hann  og leikin músík. Minnir að þetta hafi verið klukkutíma langir þættir.

Nú er spurning hvernig hinir sprenglærðu leikarar Borgarleikhússins takast á við grínið. Verður þetta eins fyndið? Er kannski ósanngjarnt að bera þetta saman, þetta er epli og appelsína? Sjáum til. En ég hlakka allavega til að skella mér, enda gæðastimpill að Benedikt Erlingsson sé leikstjórinn.

Eflaust eru flest orginal teipin af Hótel Volkswagen komin á hið risavaxna ríkis-himnaríki yfirtekins gæðaefnis, en hér er þó altént eitt sem var bjargað undan eyðileggingu: Hótel Volkswagen – Jólasveinar í kröppum dansi.

2 svör to “Hótel Volkswagen”

  1. Frambyggður mars 16, 2012 kl. 11:27 e.h. #

    Leitt hvað margt var tekið yfir, sérstaklega þess tíma (lág)menningarlega efni.

  2. Óskar P. Einarsson mars 17, 2012 kl. 11:11 e.h. #

    „Röflað og leikin músík“? Sigurjón spilaði einu sinni Suicide. Ekki spilar Óli Palli Suicide!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: