Eðalbíó á 500 kall

17 Mar


Ég og Pétur vinum minn fundum enga almennilega fávitamynd til að fara á í gær, svo við neyddumst til að fara á opnunarmynd þýskrar kvikmyndahátíðar í Bíóparadís. Maður er svo mikill plebbi að maður skannar allt ameríska draslið og lætur artið í Bíóparadí vera síðasta séns. Sem er náttúrlega rugl. Það ætti að vera nr. 1 en ameríska formúluruslið síðasti séns. Samt, maður er kannski brenndur að ákveðnu marki af einhverjum hundleiðinlegum myndum á kvikmyndahátíðum í fortíðinni…

En allavega, Almanya – Willkommen in Deutschland er alveg frábær mynd, fyndin, sniðug og góð – „Hressileg kómedía um tyrkneska fjölskyldu í Þýskalandi,“ segja þeir í kynningunni. Húmorinn mikið í að gera grín að hefðum og siðum bæði Tyrklands og Þýskalands og hvernig þessir tveir heimar sköruðust þegar vinnuaflið streymdi frá suðrinu eftir stríð. Maður skellihló oft en vöknaði líka um augun, gríðarlega mannleg og svona, þessi mynd. Mæli hiklaust með henni og hendi á hana fjórum stjörnum. Það er enskur texti og ekki skemmir fyrir að það kostar bara 500 kall inn á allar myndirnir á þýsku kvikmyndahátíðinni.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: