Flippkóngar á feitabollueyjum

20 Mar

Einhvern tímann þarf maður að koma til Tonga, eyjaklasans á milli Fiji og Samoa. Þetta er letileg suðræn paradís og lítið að gerast þar á sunnudögum því allir eru svo trúaðir. Þarna telst til mannkosta að vera vel spikaður og er 90% af rúmlega hundrað þúsund Tonga-búum í yfirvigt. Þjóðbúningurinn er að vefja sig mottum. Ef negrakóngurinn í Tralla á sér einhverja fyrirmynd þá er það í Tonga.

Á sunnudaginn lést síðasti kóngur, George Tupou V, en hann var bara búinn að ríkja síðan 2006. Hann kom á lýðræði á eyjunum og fóru fyrstu kosningarnar fram 2010. Þessi kóngur var flippaður.  Ók um á London leigubíl og að var oftast í flippfötum, kannski með hitabeltishjálm á hausnum og einglyrni. Þetta er hann:

Næsti kóngur verður bróðir Georgs Tupou V, hinn ekki svo flippaði krónprins Tupouto’a Lavaka. Hefur flippið þá misst spón úr aski sínum á Tonga.

Pabbi þeirra, Tāufaʻāhau Tupou IV, var frægur flippkóngur og ríkti frá 1965 til 2006:

Hann fór um á sérsmíðuðu þríhjóli, sem var gjöf frá þýskalands kanslara, oftast með skíðagleraugu og harðkúluhatt á höfði. Á myndinni hér að ofan er hann í átaki sem hann fór í upp úr 1990 en þá var hann orðinn alltof feitur. Kóngurinn missti 1/3 utan af sér í átakinu.

Hér eru virðulegir gestir (eru þetta ekki Beta og Filipp?) í heimsókn hjá drottningunni Sālote Tupou III. Hún ríkti á milli 1918 og 1965 og er amma þeirra Georges og  Tupouto’a. Tonga-drottningin var hávaxin, 1.91 m, en elsti íbúi Tonga er þarna í grasinu, skjaldbakan Tu’i Malila. Þegar Kapteinn Kúkk „fann“ eyjarnar 1777 gaf hann kóngafólkinu skjaldbökuna. Hún var hluti af hirðinni til dauðadags árið 1965 (sem gerir hana sirka 188 ára, sem er þó ekki met því risaskjaldbakan Adwaita er talin hafa verið 255 ára þegar hún dó). Skjaldbakan fræga á Tonga var hluti af hirðinni og þjónarnir í höllinni byrjuðu daginn á því að flagga og hneigja sig fyrir henni.

Getum við ekki bara fengið eina góða skjaldböku til að verða næsti forseti Íslands? Ódýrt og myndi vekja heimsathygli. Ekki svo mikil breyting heldur frá núverandi fyrirkomulagi. Svokallað win/win.

Eitt svar to “Flippkóngar á feitabollueyjum”

  1. Alþýðufræðarinn mars 20, 2012 kl. 8:51 f.h. #

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: