Að gefnu tilefni

22 Mar

Atlantsolía var ekki með í samráðinu. Stöðvar út um allan bæ og afsláttur með dælulykli (en ekki það mikill afsláttur að það skipti einhverju…)

8 svör to “Að gefnu tilefni”

 1. sæmundur mars 22, 2012 kl. 6:16 e.h. #

  veita enga þjónustu hvorki loft þvottaplan eða ryksuga ekki einu sinni þak yfir en samt bara 10 aurum DÝrari en Orkan

  • drgunni mars 22, 2012 kl. 6:18 e.h. #

   Jæja. En voru þó allavega ekki í samstarfi um að okra á þér.

   • Haraldur mars 23, 2012 kl. 9:52 f.h. #

    Man þá tíð þegar þeirra olíuflutningaskip voru eingöngu með Filippíska áhöfn utan skipstjóra og vélstjóra og verkalýðsfélög voru endalaust að ræða þetta og reyna að hafa áhrif til að bæta launin þar.
    Margt fleira var þar misjafnt að finna og altalað þá, en nú er eins og engin muni eitt eða neitt.
    Síðan þá hef ég ekki verslað þar, það á við um marga aðra aðila líka.r

 2. Þórir mars 23, 2012 kl. 5:54 e.h. #

  Þeir ræna bara hvern viðskiptavin um 10aurana á hvern dældan líter sem þeir selja, og eins og Sæmundur segir hér á undan þá bjóða þeir ekki skyggni yfir höfuðið á þér, enga þjónustu, ekki loft, ekki ryksugu , ekki þvottaplan eða nokkurn annann skapaðann hlut. Og ef þetta snýst ekki um þjónustu „þá eiga þeir sig sjálfir“ eins og þeir segja og ættu þá að geta boðið í það minnsta betra verð miðað við að þurfa ekki að standa straum af fjármagnskostnaði, launakostnaði né húsakostnaði eða nokkrum slíkum liðum nema að broti á við samkeppnisaðilanna. Og svo er nú varla að finna marga af stjórnendum samráðstímanna né eigendum hjá hinum félögunum í dag er það? Vandaðu þig dr. því fólk er í alvöru að lesa þetta hjá þér.

  • drgunni mars 23, 2012 kl. 6:08 e.h. #

   OK. En hvað heldurðu að bensínlítrinn myndi kosta ef Atlantsolía leiddi ekki verðið (eða gerði það amk einu sinni). Og svo ég endurtaki það einu sinni enn: Atlantsolía tók ekki þátt í verðsamráðinu. Bara hinar þrjár.

   • Þórir mars 23, 2012 kl. 6:35 e.h. #

    OK. Atlantsolía var ekki starfandi fyrr en 2002 en þá var rannsókn á samráðinu lokið (2001) þannig að þeir gátu eðlilega ekki tekið þátt í samráðinu. Ekki ætla ég að vísa fólki frá því að versla við þá en ég veit að ég versla bensín þar sem það er ódýrast og kem ekki til með að borga einn einasta auka aur til að styrkja félag á þeim forsendum að það hafi ekki tekið þátt í samráði sem átti sér stað löngu fyrir stofnun þess. Ég skal hinsvegar glaður snúa viðskiptum mínum þangað þegar þeir sína í sér tennurnar gagnvart samkeppninni og lækka verðið niður fyrir samkeppnina

   • drgunni mars 23, 2012 kl. 6:43 e.h. #

    Ódýrasta þá. Ég þekki þetta ekki frá útlöndum en er einhvers staðar einhver alvöru samkeppni í þessum bransa?

 3. Páll mars 23, 2012 kl. 7:35 e.h. #

  Ég hef stundum verið á betra kaupi úti í rigningu en 10 aura á líter.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: