Aldur og snilld í rokki

22 Mar

Ég er fjapandi um það í Fréttablaðinu í dag að fólk geri sín bestu verk u.þ.b. 26 ára. Hér eru vísindalegar niðurstöður mínar. Miðað er við aldur lagahöfundanna þegar plöturnar komu út.

Rolling Stone’s Greatest Album:

1. Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band – The Beatles
Paul var 24 ára, John 26 ára

2. Pet Sounds – The Beach Boys
Brian Wilson var 23 ára.

3. Revolver – The Beatles
Paul var 24 ára, John 25 ára

4. Highway 61 Revisited – Bob Dylan
Dylan var 24 ára.

5. Rubber Soul – The Beatles
Paul var 23 ára, John 24 ára

6. What’s Going On – Marvin Gaye
Marvin var 32 ára.

7. Exile on Main Street – The Rolling Stones
Jagger og Keith voru báðir 28 ára.

8. London Calling – The Clash
Joe Strummer var 27 ára, Mick Jones var 24 ára.

9. Blonde on Blonde – Bob Dylan
Dylan var 25 ára.

10. The Beatles (Hvíta albúmið) – The Beatles
Paul var 26 ára, John var 27 ára,  George 25 ára.

Niðurstaða: Kjöraldur til að gera meistaraverk: 25.65 ára.

Og þá er það íslenska niðurstaðan. Listinn kemur úr bókinni Eru ekki allir í stuði (útg. 2001):

1 Sigur Rós – Ágætis byrjun
Jónsi var 24 ára, Kjartan 21 árs, Georg 23 ára, Ágúst 22 ára = 22.5 ár

2 Björk – Debut
Björk var 27 ára.

3 Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum
Megas var 32 ára, Egill 24 ára, Valgeir 25 ára = 27 ár

4 Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi
Valgeir 23, Egill 22, Jakob 22 = 22.5 ár

5 Trúbrot – Lifun
Gunnar 26, Rúnar 27, Karl Sighvats 21, Gunnar Jökull 23, Magnús Kjartans 21 = 23.5

6 Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús
Bubbi var 24 ára

7 Utangarðsmenn – Geislavirkir
Bubbi 24 ára, Pollockarnir 27 og 22 =  24.5 ár

8 Stuðmenn & Grýlurnar – Með allt á hreinu
Egill og Jakob 29 ára,Valgeir 30 ára, Ragga 26 ára = 28.5 ár

9 Bubbi Morthens – Kona
Bubbi var 28 ára

10 Sykurmolarnir – Life’s too good
Björk  22 ára, Einar, Þór, Sigtryggur og Bragi allir 25 ára = 24.5 ár

Meðalaldur til að búa til íslenskt meistaraverk = 25.2 ár

Þótt „útbrunnir“ sé vissulega ljótt orð, þá held ég að það sé alveg passandi fyrir þá snillinga sem hingað rekur næstu misserin.

3 svör to “Aldur og snilld í rokki”

 1. Arnar Valgeir mars 23, 2012 kl. 12:41 f.h. #

  skemmtileg pæling, en fyrir utan það sem þú veist, þá í fljótu bragði verð ég að nefna Kraftwerk, Ralf Hutter (aðal maðurinn) er fæddur 1946, og eftir áralanga tilraunastarfsemi kemur svo heilaga þrennan( fyrir mér allavega 🙂 ) Trans Europe Express (77). Man Machine (78), Computer World (81) , ekki bara góðar plötur heldur líka revolution fyrir alla raftónlistarsefnuna sem við tökum svo sjálfsaga í dag

  • Frambyggður mars 24, 2012 kl. 2:57 f.h. #

   Ekki bara raftónlistarsenuna. Ættir að tékka á fyrstu verkum Kraftwerk, það er nú eitthvað tilraunarokk. Ekki að mér finnist það skemmtilegt efni en það er samt mjög mjög flott.

 2. Frambyggður mars 23, 2012 kl. 2:11 f.h. #

  Ég var einusinni svo pirraður yfir að vera að verða 30 ára. Svo varð ég 30 og finnst tilgangslaust að pirra sig yfir því. Vegna þess að þá var ég hvort sem er búinn að missa af tækifærinu til að gerast tónlistarmaður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: