15.05% kvenkyns Músíktilraunir

25 Mar

Eins og ég hef áður komið inn á gerðust konur jafnari þátttakendur í músíksenunni í kjölfar pönks og nýbylgju. Áður, í rokki og bítli, voru konur algjörir hvítir hrafnar. Ég henti í nýtt mix á 8tracks og safnaði saman 30 erlendum lögum sem konur leiða frá þessum tíma í kringum 1980. Dúndur gott stöff, þótt ég segi sjálfur frá.

Kynjahlutföllin í Músíktilraunum hafa oftast verið konum í miklum óhag. Vinningsmöguleikar kvenna (miðað við hlutfall) eru þó mjög háir. Hvernig er þessu háttað í ár? Ég varð að taka þetta saman. Ég fer nú á hina glæsilegu heimasíðu Músíktilrauna.

Og niðurstaðan er:

28 stelpur og 158 strákar = Stelpur eru 15.05% Músíktilrauna í ár. Þær birtast víða, oftast í blönduðum hópum; Í fimmta veldi er eina bandið bara með stelpum og í þungarokkssveitinni Mont frá Húsavík er Nanna á trommur með þremur strákum, sem er samsetning sem sést ekki oft.

Þótt 15.05% sé ekki mikið þá held ég samt að það sé bara nokkuð gott miðað við flest önnur ár. Stundum hafa bara verið kannski 5 stelpur í það heila í keppninni svo 28 er bara nokkuð gott. Mætti auðvitað vera meira, en það kemur bara ef það kemur.

En aftur að nýja mixinu mínu, 30 great woman-led songs from about 1980:


1. The Rezillos – Top of the pops.
Söngkonan Fay Fife var í þessu hressa teiknimyndapönkbandi frá Edinborg, Skotlandi.


2. Usch – LTO
Sænskt kvennapönk.  Gerðu nokkrar plötur og söngkonan kallaði sig Kicko.


3. X-Ray Spex -I Am A Poseur
Söngkonan Poly Sterene (sem lést í fyrra þegar hún var nýbyrjuð með kombakk og nýja plötu). Bandið gerði meistaraverkið Germfree Adolescents árið 1978.


4. Blondie – X Offender
Debbie Harry!


5. The Slits – Typical Girls
Af meistaraverki þeirra, plötunni Cut.


6. Lene Lovich – Home
Lucky Number er svo gott! Kom örugglega í Skonrok(k)i!


7. Chris & Cosey – This is me
Svívirðilega kúl. Enda voru þau í Throbbing Gristle.


8. Siouxsie & The Banshees – Happy House
Talandi um kúl, á tímabili var ekkert eins kúl og Súsí Sú.


9. Lio – Banana Split
Frönsk popppía. Hér með bumbuna úti, Björk í Kukl stæl.


10. Kleenex – Hedi’s Head
Svissneskar. Þurftu að endurnefna sig þegar tissjúframleiðandinn varð með bögg. Kölluðu sig þá Liliput.


11. Martha & The Muffins – Echo Beach
Vonhittvondrari frá Toronto, Kanada. Söngkonan heitir Martha Johnson og er 61 árs.


12. X – Nausea
Dúndurtöff frá LA. Söngkonan heitir Exene Cervenka.


13. Pink Military – Degenerated Man
Band frá Liverpool. Söngkonan heitir Jayne Casey og platan Do Animals Believe in God? er frábær en frekar vanmetin.


14. Poison Girls – Old Tart
Vi Subversa var „gömul kelling“ þegar hún var í þessu Crass-pönk bandi (fædd 1935 svo hún var 46 ára þegar hún söng þetta lag).


15. 45 Grave –  45 Grave
„Horror pönk“ frá LA. Söngkonan Dinah Cancer að gera góða hluti.


16. Delta 5 – Mind your own business
Hress frá Leeds.


17. Dybbuk – Pani I
Frá Tékkóslóvakíu. Áttu síðar eftir að kalla sig Zuby Nehty. Þetta er lang yngst af þessum lögum hérna, frá 1991.


18. Young Marble Giants – Salad days
Frámunalega langt á undan sinni samtíð mínímalískt popp frá Wales (The XX hvað?).  Alison Statton söng með Moxham bræðrunum. Platan Colossal Youth er möst.


19. Crass – Systematic Death
Söngkona Crass, Joy de Vivre, var í aðalhlutverki á plötunni Penis Envy.


20. Pylon – Volume
Listarokk frá Athens, Georgia. Söngkonan heitir Vanessa Briscoe Hay.


21. The Raincoats – Adventures Close To Home
Mussutímabils pönk. Uppáhaldsbandið hans Kurt Cobain, eða eitt af þeim.


22. PragVEC – Cigarettes
Frá London. Susan Gogan söng.


23. The B52’s – 52 girls
Hressasta liðið í pönkinu. Frá Athens, Georgia, eins og REM (og Pylon!)


24. Sick Things – Antisocial disease 
Útlitsmeðvitað skítapönk frá London.


25. Essential Logic – Fanfare In The Garden
Lora Logic á saxófón og söng.


26. Ruth – Mots
Franskt kuldarokk leitt af Ruth Ellyeri. Af plötunni Polaroïd/Roman/Photo (1985).


27. The Selecter – Three minute hero
Í ska-bylgjunni var Pauline Black í The Selecter. Hún gaf út ævisögu sína í fyrra, sem maður þarf að redda sér.


28. Au Pairs – We’re so cool
Au Pairs komu frá Birmingham og kynjamixuðu í bandið sem þótti nokkuð ferskt 1978. Platan Playing with a different sex er þeirra fyrsta og besta.


29. The Lighthouse Keepers – Ocean Liner

Ástralskt popp frá Canberra. Platan Tales of the unexpected (1984) er snilld. Söngkonan heitir Juliet Ward.


30. James Change og Lydia Lunch – Stained sheets
Funheitt og ólgandi frá Lydiu Lunch, drottningu drauma minna 1982-85.

Þegar ég var að myndagúggla þetta dót komu fullt af myndum af öllum mörgum áratugum síðar orðnum gömlum en samt að spila. Sem er flott. Ég ákvað samt að nota gamlar myndir frekar en nýjar af gömlu fólki. Sorrí. Ungt lítur bara betur út en gamalt. En gamalt er samt geðveikt! Sérstaklega þegar það er ennþá að pönka.

2 svör to “15.05% kvenkyns Músíktilraunir”

Trackbacks/Pingbacks

  1. Hinn karllægi Popppunktur « DR. GUNNI - ágúst 17, 2012

    […] er nú aldeilis annað sem mætti kvenvæði enn frekar og það eru Músiktilraunir. Samkvæmt mínum útreikningum voru  bara 15% stelpur í keppninni í […]

  2. Gæði í Músíktilraunum | DR. GUNNI - mars 21, 2013

    […] Hausatalning svo leiðir í ljós að 39 strákar eru komnir í úrslit, 8 stelpur = 17.02% stelpur. Það virðist vera ívið betra en í fyrra. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: