OMAM og Músíktilraunir

28 Mar


Eins og allir vita stendur nú yfir megameik hjá skátapoppsveitinni Of Monsters And Men. Þau spiluðu í Seattle á mánudaginn og verða í Minneapolis á morgun. Allsstaðar er uppselt og gríðargóður gangur. Nýja/gamla platan heitir ennþá My Head is An Animal og má nú heyra í heilu lagi á hinni gríðargóðu músíksíðu National Public Radio í USA. Þar er alltaf boðið upp á straum á nýju efni svo það borgar sig að kíkja inn reglulega. Það eru tvö ný lög á plötunni og nýtt umslag sem er flottara en það gamla.

Hinn lýgilegi living-the-dream uppgangur er auðvitað fagnaðarefni þótt ég viðurkenni að vera ekki í æstasta aðdáandaklúbbi sveitarinnar. Poppdýrðin nuddast yfir á önnur bílskúrsdýr sem fyllast eldmóði þegar þau sjá hvað getur gerst. Bara tvö ár síðan OM&M unnu Músíktilraunir og nú bara seljandi upp sjó og keyrandi á milli á hæklass bransarútu í USA! Þetta er auðvitað poppævintýri líkast.

Þess vegna eru Músíktilraunir þróttmeiri núna en oft áður. Bönd sem kannski fannst það fyrir neðan sína virðingu að taka þátt láta sig hafaða í dag. Úrslitin fara fram í Austurbæ á laugardaginn. Átta bönd eru komin áfram en dómnefndin getur sent allt að fjórar sveitir að auki í úrslit. Þessar átta eru The Lovely Lion, White SignalÞoka, Glundroði, Hindurvættir, Funk that Shit!, Retrobot og Aeterna. Allar með síðu og tóndæmi á hinni mögnuðu heimasíðu Músíktilrauna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: