Þess vegna erum við ekki hamingjusömust lengur

3 Apr

Íslendingar ekki lengur í hópi hamingjusömustu þjóðanna segir Vísir hágrátandi í dag. Ástæðurnar eru nokkrar:

* Við héldum að „Norræna velferðarstjórnin“ myndi gera eitthvað af viti en nú, 3 árum síðar, liggur fyrir að hún er ömurlegt drasl. Svo vond reyndar að gamla XD-XB draslið er orðið girnilegur kostur hjá fullt af liði. Þó finnst 90% landsmanna allt þetta lið vera gagnslausir aumingjar, samkvæmt könnunum.

* Upphafleg upphæð á húsnæðisláninu mínu var 14.320 milljónir. Nú, átta árum og 96 afborgunum síðar, skulda ég  22.122 milljónir og þetta á bara eftir að hækka sama hvað ég borga oft. Bráðum dugar íbúðarverðið ekki einu sinni fyrir eftirstöðvunum og þá hefur allt sem ég lagði í íbúðina í upphafi étist upp. Verðtrygging. Frábær hugmynd.

* Dollarinn kostar 126 kall, Evran 168 og Pundið 205. Bensínlíterinn er að sigla hægt og rólega í 300 kallinn. Íslenska krónan. Frábær hugmynd.

* Þrátt fyrir að Ísland hafi yfir allskonar frábærum náttúruauðlyndum að ráða er endalaust öllu fokkað upp með ofantöldum árangri.

* Niðurstaða: Það er sama hvaða flokkar eru við stjórn, þetta er vonlaust. Við erum fávitar í samfélagi þjóðanna.

Annars er ég bara mjög hress og myndi svara í svona könnun, væri ég spurður, að ég væri hamingjusamasti maður í heimi.

6 svör to “Þess vegna erum við ekki hamingjusömust lengur”

 1. Helgi Viðar apríl 3, 2012 kl. 9:53 f.h. #

  Gagnslausir gutlarar allir saman.

 2. Þetta reddast apríl 3, 2012 kl. 11:03 f.h. #

 3. Heida Hellvar apríl 3, 2012 kl. 12:23 e.h. #

  smiling-budda hugleiðsla?

  • drgunni apríl 3, 2012 kl. 1:25 e.h. #

   Til að ég verði jafnvel ennþá hamingjusamari? Held það gæti endað illa. Samt alveg til í hugleiðslu, en helst í einrúmi held ég.

 4. Frambyggður apríl 4, 2012 kl. 4:20 f.h. #

  Þetta er allt svo gaman.

 5. Hörður Einarsson apríl 6, 2012 kl. 3:06 e.h. #

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: