Stofna synir Bítlanna Bítlakóverband?

4 Apr

Nýjasta nýtt í Bítlalandi er að sonur Pauls, hann James (lengst til vinstri) var eitthvað að fabúlera um band með Bítla-sonum. Hér er ágætis umfjöllun og vangaveltur um málið. Strákagreyin reyna að lifa sjálfsstæðu lífi utan við skugga pabbanna. James McCartney hefur gefið út tvær EP plötur og hér tekur hann Angel hjá Letterman. Frekar slappt verð ég að segja. Íslandsvinurinn Sean hefur hins vegar gert fína hluti. Fínt sólóstöff og nú er hann og kærastan í dæmi sem þau kalla The Ghost of a Saber Tooth Tiger. Gullfalleg ballaða læf hér. Fyrir utan að vera með dóttur Kára Stefáns er Dhani Harrison í hljómsveitinni Thenewno2 sem hefur gert eitt albúm og annað á leiðinni. Hér er lagið Shelter af væntanlegri plötu. Zak Sharkey er svo þrusutrommari og hefur bæði spilað með The Who og Oasis. Það er ekki auðvelt að fylla skarð Keith Moon en Zakkarinn getur það alveg. Hér er hann í Baba O’Riley læf.

Eitt svar to “Stofna synir Bítlanna Bítlakóverband?”

  1. zgae apríl 4, 2012 kl. 7:01 e.h. #

    Eðlilegra væri að barnabörn Bítlanna tækju saman tónlistarlega. Þau ættu að vera komin yfir tvítugt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: