Járnhiminn / Gos í Tiger

19 Apr

Fór á myndina Iron Sky sem nokkuð hæp hefur fengið að undanförnu. Finnsk mynd um nasista frá tunglinu. Fyrst í stað var þetta skemmtilegt og flott og frumlegt, en svo eiginlega strax eftir hið hörmulega fyrirbæri hlé fór að halla verulega undan fæti og myndin var fyrirsjáanleg, leiðinleg og ekkert spes. Finnar fá eina stjörnu í forgjöf svo myndin fær 3 stjörnur. Það var líka ágætlega hressandi b-mynda keimur af myndinni, en pólitísk hæðni frekar þunn.


Hin ágæta lágvörubúð Tiger er alltaf að þenja sig með gos í kæli. Nýverið fór búðin að selja danska Ego-gosið og ég hef smakkað tvær sortir. Lime var nú eiginlega bara fínt, hressandi og sætt læm og 3 stjörnur á það. Cola var hins vegar vonlaust, enda skil ég ekki hvað fólk er oft að rembast við að setja nýja cola-drykki á markaðinn þegar Coke hefur náð fullkomnun á þessu sviði og allt annað er rugl (nema kannski Spur). Ego cola er súrt og vonlaust (1 stjarna), en krökkunum mínum fannst þetta ágætt og kláruðu flöskuna. Ég er ekki frá því að gosverksmiðjunni Kletti, sem var hér með Kletta kóla fyrir nokkrum misserum, hefði vegnað mun betur ef fyrirtækið hefði sett eitthvað annað og frumlegra á markaðinn en kóladrykk.

Eitt svar to “Járnhiminn / Gos í Tiger”

  1. Frambyggður apríl 20, 2012 kl. 5:50 f.h. #

    Kók er eitt af þessum fyrirbærum sem er ekki hægt að fá leið á, sama hvað maður drekkur mikið af því, talandi um fullkomnun!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: