Spikfeit músíkfærsla

20 AprRokkþenkjandi Þjóðverjar á Íslandi eru enn í skýjunum eftir að ein allra vinsælasta grúppa Þýskalands, Die Toten Hosen (Nábuxur), hélt lítið leynigigg í einbýlishúsi við Selfoss. Nú er komið stutt videó um Íslandsheimsóknina og giggið. Claus Sterneck tók líka myndir.

Þótt það sé bara apríl hafa nokkrar mjög fínar íslenskar plötur komið út í ár.


Legend – City
Fearless er helv töff plata með Krumma og Halldóri Á Björnssyni, Legend. Tíu sandorpin stuðlög. Gogoyoko skaffar dótið.


 Gunman & The Holy Ghost – A Way Back From Civilization
Things to regret or forget er plata með Gunman & The Holy Ghost, sem er verkefni Hákons Aðalsteinssonar (Hudson Wayne, Singapore Sing, The Third Sound). Verulega sneddí stöff, sem bæði krukkar í Lee Hazlewood-ískt drama og fljótaskrift Spiritualized. Gogoyoko er medda.


M-Band – Misfit
M-Band er Hörður Már Bjarnason, ungur mjög efnilegur strákur sem er búinn að gera 6-laga ep sem heitir EP. Glimrandi núraf með soft errogbé-slikju. Gogoyoko lumar á þessu.


 Þórir Georg – Skiptir engu
Janúar er Cure-platan hans Þóris Georgs, þ.e. Cure áður en bandið gerðist djollí og var draugalega dapurlegt (sjá meistaraverkið Faith og Pornography). Trommuheili, gítar og noise og allir í góðu stuði. Plötuna (ásamt trúbadorplötnni Afsakið) má fá á Bandcampi Þóris.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: