Igurður er sjóv-maður

21 AprIgurður Popp er 65 ára í dag og fer aldurinn honum, ö, vel (sjá mynd). Aldrei hefur hryggskekkja verið eins kúl og hjá Igga og hann kemur auðvitað alltaf fram ber að ofan. Maðurinn er meistari og þegar þessi blessaða kjarnorkusprengja fellur loksins (eða þegar sýnir spámiðla rætast loksins) mun ég hækka Search and Destroy í botn og bráðna með bros á vör. Iggy spilar músík til að farast við, en er samt lífsnautnin sjálf æðahnútaholdi klædd. Hér er meira hjal um mannkosti Igga.

Plötubúðadagurinn er í dag – Record store day. Um allan heim er allskonar gleði í gangi til að fagna innleggi plötubúða til að gera heiminn þolanlegri, m.a. eru gefnar út rosa margar plötur í tilefni dagsins (listinn er hér og hér hefur Louder than War tekið saman 10 áhugaverðustu plöturnar). Á Íslandi ber það til tíðinda að strákarnir í Eldberg spila í Lucky um kl. 12:30 og í verslun Kongó (Mýrargötu, Liborius húsinu) er dagskráin svona: 13:00 Opnun / 16:00 The Vintage Caravan / 17:00 Snorri Helgason / 18:00 Bjórtími á Forrréttabarnum. Ég mæli að auki með heimsókn í geisladiskabúð Valda (plötuhaugarnir eru á bakvið) og í Smekkleysu.

10cc spila í Háskólabíói í kvöld. Enn eru til nokkrir miðar, held ég. Mixið sem ég útbjó er hér.

Viðbjóðsleg sellát auglýsing Retro Stefson (djók) er hér. Bandið hefur samið við Record Records um útgáfu á næstu LP plötu en kemur með sjö tommu í maí af stuðlaginu Qween. Remix eftir Hermigervil er á b-hlið.


 Kristmann Op – Hátt fjall
Kristmann Op er ný íslensk hljómsveit (eða einmennings-hljómsveit?) sem er mætt með lagið Hátt fjall. Myndband á Youtube hér sýnir blágallaða árekstraprófunardúkku vafra um Rauðhóla (eða álíka) í góðu flippi. Á Soundcloud má heyra eitt lag enn. Meira á svo eftir að heyrast í Kristmanni Op í sumar.


 Vax – Come’on
Hljómsveitin VAX hefur lítið látið á sér kræla síðan í haust, en þá tók bandið hringinn með trompi og spilaði á 13 tónleikum vítt og breitt um landið. Nú var verið að senda frá sér nýtt lag í spilun sem er upphafslag Greatest Hits + Covers tvöfalda albúminu sem kom út í haust. Lagið heitir Come on og kemur innblásturinn frá stemningu sem myndast oft þegar fólk kemur saman í sátt og samlyndi eins og á Bræðslunni Borgafirði Eystra sem VAX spilaði á 2011 og Woodstock 69 sem VAX spilaði ekki á. Myndbandið er kunnuglegt og tekið frá Woodstock 69 og passaði snilldarlega við lagið. Annars er það í öðrum fréttum að hljómsveitin er á leið til Hollands í lok maí og spilar þar á tvennum tónleikum í Wolvega og Leeuwarden. (úr fréttatilkynningu).

Eitt svar to “Igurður er sjóv-maður”

Trackbacks/Pingbacks

  1. Stöðugur straumur eðalefnis « DR. GUNNI - ágúst 8, 2012

    […] eitísvíbrarnir keyrðir áfram eins og í hinu fína lagi Hátt fjall, sem ég bloggaði hér inn í apríl. Skv. emailinu er Kristmann Op að vinna að sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: