Stafrænt dúll

26 Apr

Guðmundur Árnason (1833-1913), aka Gvendur Dúllari, flæktist um með list sína fyrir tíma spjaldsíma og Facebook og dúllaði fyrir fólkið. Þetta þótti nokkuð góð skemmtun í fábreytninni og Gvendur fékk mat og húsaskjól fyrir. Hann berháttaði sig og svaf kviknakinn sem þótti jafnvel enn furðulegra en dúllið. Ekki náðist að taka Gvend sjálfan upp við að dúlla en þeir sem heyrðu performansinn hafa sumir líkt eftir dúllinu inn á band.

Nýverið opnaði hin frábæri vefur Ísmús, þar sem allskonar gamlar upptökur er að finna, viðtöl við gamlingja fortíðar og upptökur allt aftur í bankamanninn Jón Pálsson frá Eyrarbakka, sem fyrstur fór að taka upp á vaxhólka snemma á síðustu öld. Sé leitað að „dúllari“ á Ísmús koma upp margar frásagnir. Sé leitað eftir „dúllara“ koma jafnvel ennþá fleiri frásagnir! Þú getur sem sagt velt þér upp úr Gvendi dúllara í allan dag!

Kristín Snorradóttir segir að margir hafi reynt að hafa dúllið eftir en „það var ekkert líkt“. Hér er hrá og skemmtileg upptaka frá Jóni Pálssyni þar sem Hjálmar Lárusson tekur stutt dúll, einhvern tímann á milli 1903 og 1912.

Í gullkistu Jóns Pálssonar er allskonar gúmmilaði, til að mynda upptaka af Þórbergi Þórðarsyni að herma eftir afa sínum. Hér eru vaxhólkarnir stafrænir. Heillandi stöff!

Jón Leifs fór líka um landið með upptökuhólk sirka 15 árum síðar og tók upp rímur og frásagnir og eftirhermur. Hér er til að mynda Ríkharður Jónsson að dúlla 1925. Jón Leifs katalókurinn er annars hér.

Hér er svo grein um að Gvendur hafi örvað hljómsveitina Þey (ljósmyndin sem fylgir er reyndar af öðrum „kvisti“, Símoni Dalaskáldi, sem flakkaði oft með Gvendi bakk in ðe deis).

Hér skrifar svo Séra Bolli Pétur Bollason um Gvend.

2 svör to “Stafrænt dúll”

  1. Heida Hellvar apríl 26, 2012 kl. 11:20 f.h. #

    takk fyrir að benda á þennan vef. ég fann fullt með afa mínum sem er sonur hjálmars lárussonar og heitir kjartan hjálmarsson!!!!

  2. Valdimar Óli apríl 28, 2012 kl. 1:41 f.h. #

    Næsta gúmmúlaði verður James Taylor..
    Spái 7 stjörnum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: