Uppfært: Kreppunni ekki lokið!

6 Maí

Þrátt fyrir opnun Bauhaus er kreppunni auðvitað ekki lokið. Það segir sig sjálft. Fólk verður að kunna að taka því sem það les með fyrirvara og tungu í kinn.

Hér var löngum núll komma eitthvað atvinnuleysi og alltaf hægt að fá vinnu. Núna í mars var atvinnuleysið á landinu 7.5% = Ennþá kreppa. Kannski verður kreppunni lokið þegar atvinnuleysið fer niður í svona 2%.

Semsagt þegar Bjarni Ben og Sigmundur Davíð verða búnir að ríkja í einn mánuð. Muna: Tunga í kinn.

Annar ágætur mælikvarði er gengið. Kreppunni lýkur ekki fyrr en íslenska krónan verður aðeins meira virði en 1€ = 163 isk / 1$ = 124 isk / 1£ = 201 isk!

5 svör to “Uppfært: Kreppunni ekki lokið!”

 1. Gústi maí 6, 2012 kl. 11:19 f.h. #

  Þetta verður ekki orðið almennilega gaman fyrr en 1$ er kominn niður fyrir 75 isk. Þá er sko fjör.

 2. Einar Guðjónsson maí 6, 2012 kl. 11:31 f.h. #

  Evruna má reyndar kaupa fyrir 167 kr. íslenskar sem þýðir að hún kostar fleiri íslenskar krónur heldur en í stóra-hruni. Atvinnuleysi hefur minnkað með því að henda fólki af skránni og eða ráða það í “ átaksverkefni“ .

 3. Grímur Atlason maí 6, 2012 kl. 11:07 e.h. #

  Evran kostar 167 kr. í Reykjavík en kostar 260 kr. í Evrópu. Hér eru gjaldeyrishöft og tvöfalt kerfi – svona eins og á Kúbu. Höftin gagnast engum nema köllunum sem eiga Júpiter ehf og öðrum sambærilegum afskrifta-kóngum. Nú eru jólin hjá brask ehf. og þeirra kaunum. Þetta er eiginlega ekkert fyndið lengur…

 4. Kristinn J maí 7, 2012 kl. 8:09 f.h. #

  Gunni. Þetta er akkurat eins og Grímur Altla Skrifar. Áskorun: Búðu nú til eitt flott prumpu rokk-lag um BRASK ehf samnefnarann, þeir ættu að vera einhverstaðar á annari plánetu.

  Já Gunni; ROKK-prumpum nú rækilega að þennan brask-skríl og reynum að prumpa þeim út fyrir landssteinana í eitt skipti fyrir öll…

 5. Sv1 maí 7, 2012 kl. 11:58 f.h. #

  Atvinnuleysi? Gerum eins og allar stóru þjóðirnar og stofnum her. Hernaðarbákn eru alveg brilljant til að fela atvinnuleysi, þegar mikið liggur við er svo alltaf hægt að fara í hernað einhversstaðar í Langtbortistan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: