Óumflýjanleg færsla um Robin Gibb

21 Maí


Þá er Barry einn eftir Gibb-bræðra. Robin stimplaði sig út og Facebook fyllist af Youtube-myndböndum. Hafði þar áður fyllst af Donnu Summer. Svona er þetta á tölvuöld. Af hverjum fyllist Facebook næst?

Enn er ég ekki byrjaður á 722 bls doðranti um Bee Gees, sem ég keypti ódýrt í einhverri Lundúnarferð fyrir löngu síðan. Veit þó að Robin fór í fýlu við bræður sína í kringum útgáfu plötunnar Odessa vegna rifrildis við Barry um hvaða lag ætti að koma út á smáskífu. Þeir hættu saman um hríð. Maurice og Barry voru bara tveir í Bee Gees þegar þeir gerðu plötuna Cucumber Castle en Robin gerði sólóplötuna Robin’s Reign á sama tíma. Þarna höfðu þeir misst niður sixtís-forskot sitt og urðu ekki vinsælir á ný fyrr en nokkrum árum síðar í diskóinu. Fá bönd önnur hafa náð að toppa tvisvar jafn glæsilega.

Margir vilja meina að hin tvöfalda Odessa (1969) sé meistaraverk Bee Gees, en ég hef aldrei náð henni almennilega. Ég fýla þá vel bæði sixtís og diskó, en millibilið er ekkert sérlega skemmtilegt. Sólóplata Robins á þó ágæta spretti. Hann er með trommuheila í nokkrum lögum og þetta er voða mikið mömmupopp. Kveð ég þá hinn mjúkmála meistara með þessu.


Robin Gibb – Mother & Jack

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: