Rabarbaragos og annar óþarfi

8 Jún

Menningin hefur setið á hakanum. Hvað er ég eiginlega alltaf að gera? Ég kenni sjónvarpinu um.

Sá þó myndina Shame um daginn. Hún fjallar um ægilega kynóðan verðbréfasala (eða eitthvað svoleiðis) sem er eitthvað að riðlast og rúnka sér yfir klámi þess á milli. Eitthvað var þarna fjallað um samband hans og systur hans líka. Frekar svona glúmmí eitthvað og ekkert ægilega eftirminnilegt – hvað þá uppbyggilegt. Tvær stjörnur.

Svo horfði ég á grínmyndina Step Brothers sem einhverjir voru að segja að væri svo skemmtileg á Facebook um daginn. Mér fannst hún nú ekkert svo æðisleg. Tvær stjörnur.

Í Sjónvarpinu er það helst að Episodes er komið aftur. Fínir grínþættir með Joey úr Friends í aðalhlutverki. Betra en það hljómar. Í næsta The Killing kemur í ljós hver drap unglinginn. Eða því lofa þeir allavega. Í The Big C er krabbameinssjúklingurinn orðinn frekar óþolandi. Girls eru nú alveg fínir þættir. Adam er alveg spes. Svo er síðasta sería Breaking Bad að hefjast í júlí, segja þeir. Dampur helst án efa.

Hef komist yfir eitthvað af sæmilega exótísku gosi.

Melabúðin er nú alveg met og alltaf með allskonar skrýtið gos á boðsstólum. Hvar fá þeir þetta allt? Þarna var til John Crabbie’s traditional cloudy ginger beer um daginn. Leit vel út og var lokkandi í stórri plastflösku. Samt dálítið mikið sápubragð af þessu og bara ekki alveg nógu spennandi. Tvær stjörnur.


Bryan frá Nýja Englandi færði mér Mercury rótarbjór, frá Ipswich Ale Brewery í Ipswich í MA, USA. Hann er furðulega tíðindalaus, rann nánast niður án þess að ég veitti því athygli. Alveg ágætt náttúrlega en þó bara tvær stjörnur.


Nýjasta nýtt í gosdrykkjalínu Lífrænt Sollu er Rabarbaradrykkur. Nú er rabarbari óétandi nema með haug af sykri, svo ég var svo sem ekki að búast við miklu. Rabarbaradrykkurinn er dauflega súr og heldur óspennandi þótt kolsýrður sé. Það þarf að hafa nokkuð fyrir því að finna rabarbarabragðið, en þess ber auðvitað að  geta að kjafturinn á mér er ekki eins næmur og munnar þeirra sem lengi hafa etið hollt að mestu. Ég fíla framtakið en ekki bragðið og mun ekki sækja í meira rabarbaragos. Get ekki gefið þessu meira en eina stjörnu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: