Annað stórmenni sjötugt

20 Jún


Nei heyrðu mig nú! Er bara enginn friður fyrir sjötugum stórmennum? Hann Brian Wilson er sjötugur í dag, tveimur dögum á eftir Palla. Sá hann í Glasgow 2004 þegar hann túraði endurvakið Smile. Mikil gleði. Áhugi minn vaknaði eiginlega fyrst þegar ég las ævisöguna sem gúrúinn Landy skrifaði um Brian (þeir eru saman á mynd hérna að ofan). Hún var sterk en víst öll í ruglinu, eins og síðar kom í ljós. Brian er svona náungi (get ég ímyndað mér allavega, ekki eins og ég þekki hann eitthvað) sem lætur ráðskast  með sig. Nýjasta nýtt er að hann er að túra nýju Beach Boys plötuna, sem er, e hemm, ágæt (miðað við fornmenni).

Ef svo ólíklega vill til að þú hafir aldrei pælt í Brian og Beach Boys þá áttu gleði framundan. Hér er Vega-tables af Smile-inu og Palli að sögn í riþmasveitinni á selleri (ef ekki gulrót).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: