Loksins alla leið á Syðstu Súlu

27 Jún


Syðsta Súla er hæsta Botnsúlan, 1093 m.y.s., og gnæfir eins og svissnesku alparnir yfir Þingvöllum. Súlan er ekkert lamb að leika sér við. Í gær gerði ég þriðju tilraun til að komast á toppinn. Í fyrstu ferð fór ég á einhvern geðveikan fjallakamb (sem manni er sagt að fara í bókinni Íslensk fjöll), en sprakk á limminu á miðjum kambi og snéri við vegna yfiþyrmandi lofthræðslu. Í annarri ferð fór ég aðra leið, inn í hálfgerðan dal og upp á hlið. Þá var snjór yfir öllu og svo hált að ég lét hálkufóbíuna ná tökum á mér og snéri við nokkra metra frá toppnum.

Það var því að duga eða drepast í gær.

Við vorum tvo tíma að klöngrast inn í dalinn milli Syðstu Súlu og næstu súlu við hliðina. Stórgrýtt og laust í sér en bara málið að hjakkast áfram. Hlíðin sem þurfti að fara upp var allt annað en árennileg, svimandi bratt og snjór á leiðinni. Ég var eiginlega næstum því búinn að gefast upp í þriðja skiptið, en ætli það ekki verið óþekktum Rússa að þakka að ég fór alla leið. Hann kom niður af toppnum þegar við vorum að fara upp og sagði að þetta væri ekkert mál.

Svo jæja, upp helvítis hlíðina og í gríðargott útsýni til allra átta. Annað eins klöngur niður og málið dautt. Systa Zúla er komin af aumingjalistanum.

Fjallganga er náttúrlega eins og lífið sjálft. Auðvelt að gefast bara upp á miðri leið, en ef maður bítur á jaxlinn og klárar helvítis brekkuna þá verður allt í lagi og maður montnari með sig eftir á.

Ööö, eða eitthvað þannig.

6 svör to “Loksins alla leið á Syðstu Súlu”

 1. Gyða Gunarsdóttir júní 27, 2012 kl. 9:37 f.h. #

  Til hamingju!

 2. Hannes Kristinsson júní 27, 2012 kl. 10:15 f.h. #

  Rosalega flott úsýni þarna uppi.

 3. Óskar P. Einarsson júní 27, 2012 kl. 2:23 e.h. #

  Flottur! Varstu annars búinn að klöngrast upp á þessa Baulu?

  • drgunni júní 27, 2012 kl. 2:52 e.h. #

   Nei Baulu helvítið er ennþá á lúseralistanum. Sem og Skessuhorn.

 4. Gústi júní 29, 2012 kl. 7:28 f.h. #

  Keyrðirðu svo á rússanum heim? HOHOHOHO

 5. Ari Egilsson júlí 1, 2012 kl. 2:42 e.h. #

  Fór á hana í gær kellinguna í fyrsta skipti í geggjuðu veðri(hefði aldrei tekið það í mál að „reyna við hana“, ég hætti ekki við fjöll, jú reyndar hefði ég eflaust fengið hálkufóbíuna hefði hún verið í öllu sínu veldi og snúið við, en mér gengur betur að vinna á lofthræðslu), fór einmitt beint upp að sunnan í hrikalega hvimleiðum skriðum, inn um skarð og svo upp á hrikalega fjallakambinn, ég hálfskeit á mig þegar ég sá hann þegar ég var kominn þarna upp til að kasta af mér mæðinni, hann virtist vera svo hrikalegur, svo fór ég nær og hann var í raun ekkert mál í návígi. Fór svo niður norðan megin í þessari hvilft milli súlnanna, datt og rann í brattri fönn smá stjórnlaust í átt að urð en náði að stöðva mig áður en ég náði henni haha. Það var ekki amalegt að sjá hringinn: Snæfellsjökull til Vestmannaeyja og allt þar á milli (Baulu, Langjökul, Skjaldbreið, Bláfell, Heklu, Eyjafjallajökul… )

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: