Leikskólaháskóla-Popppunktur

26 Júl

Popppunktur heldur áfram annað kvöld (föstudagskvöld). Nú er þátturinn reyndar kl. 18:20, á eftir fréttum. Fréttirnar hafa nefnilega færst til út af ÓL og þar með færumst við líka.

Tvö ansi skemmtileg lið etja kappi, lið háskólakennara og leikskólakennara. Ég lofa góðu stuði!


Háskólakennarar.


Leikskólakennarar.

2 svör to “Leikskólaháskóla-Popppunktur”

 1. Kristinn J júlí 26, 2012 kl. 5:23 e.h. #

  Sæll Dr Gunni.

  Fyrirgefðu að ég geri hér brögð á ellefta boðorðinu á blogginu þínu…

  Þar sem þú er höfundur vítt og breitt og dómari líka. Getur þú skorið úr eftirfarandi.

  Eru dansarar mennskir ? Hvað skilning leggur þú í „Are we human or are we dancer?“

  Er þú og eða aðrir sem lesa bloggið þitt sammála undirrituðu. Eða er þetta bara þvæla ….eða hvað ??

  „Human“ með The Killers frá Las Vegas. Texti lagsins hefur valdið ruglingi og deilum, sérstaklega línan „Are we human or are we dancer?“ – „Erum við mennskir eða erum við dansari?“. Þegar lagið kom út kallaði Entertainment Weekly textann „heimskulegasta texta ársins“ enda „eru flestir dansarar mennskir“. Rolling Stone kallaði línuna „klassíska Killers þvælu“.
  Á heimasíðu Killers má lesa að texti lagsins sé undir áhrifum frá ummælum Hunters S. Thompsons sem skrifaði „við erum að ala upp kynslóð dansara“ og meinti að fólk dansaði bara sporin sem væri búið að kenna því. Brandon Flowers söngvari bandsins er pirraður yfir ruglingnum. „Ég tók þessa tilvitnum frá Hunter og fór á flug með hana. Líklega pirrar það fólk að textinn sé ekki málfræðilega réttur en ég geri bara það sem mér sýnist.“
  Í textanum segir á einum stað: „Sometimes I get nervous when I see an open door“. Brandon er sem sagt að syngja um hversu erfitt sé að ganga gegn þeim hefðum og venjum sem þjóðfélagið hefur kennt okkur. – drg

  Tilvitnun: http://www.visir.is/dansarar-eru-mennskir/article/2009744223542

  • drgunni júlí 26, 2012 kl. 9:59 e.h. #

   Ég get ekki betur séð en að ég hafi skrifað allt um þetta mál sem hægt er að skrifa í greininni sem þú linkar í. En að auki get ég bætt við: Fínt lag og fínn texti!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: