Innipúkinn – 10 árum síðar…

2 Ágú


Það var fyrir tíu árum að við í hljómsveitinni Dr. Gunni og krakkarnir í hljómsveitinni Rúnk héldum fyrsta Innipúkann. Nú tíu árum síðar er því upplagt að við í hljómsveitinni Dr. Gunna „snúum aftur“ og tökum nokkur forn lög sem opnunaratriði Innipúkans 2012. Það mun sem sé gerast laust eftir kl. 21 í kvöld, föstudaginn 3. ágúst, í Iðnó, þar sem festivalið er haldið í ár, eins og 2002.

Við verðum líka á ókeypis giggi á Kexi með Mammút í dag. Spilum þar klukkan svona 18:30.

Innipúkinn varð strax að einhverju sem fyllti í eyðu sem þurfti að fylla í. Að láta eitthvað vera í gangi fyrir liðið sem nennti ekki að gista í tjaldi og útihátíðarrugli. Þess vegna hefur þetta gengið í 10 ár. Það var pláss fyrir dæmið. Ég man að ég fór í Kastljós að plögga. Í þá daga voru settir svona þrír saman í settið til að vera skemmtilegir og ég var þarna með Helga Björns, sem dásamaði hestamennsku – er ekki bara nóg að fara upp í Heiðmörk? spurði ég í Innipúkuðum gír – og Ingu Jónu Þórðardóttur. Man ekki hvað hún var að plögga. Kannski Sjálfsstæðisflokkinn.

Dagskrá Innipúkans í ár er jömmí jömmí jömmí æ got lof in mæ tömmí, eða svohljóðandi:

Föstudagur:
21:00 – Dr. Gunni
22:00 – Kiriyama Family
23:00 – Borko
23:50 – Auxpan
00:10 – Jónas Sigurðsson
01:00 – Prins póló
02:00 – Mammút

Laugardagur:
21:00 – Just another snake cult
22:00 – Ásgeir Trausti
23:00 – Lay Low
23:50 – Gísli Einarsson
00:10 – Moses Hightower
01:00 – Þú og ég
02:00 – Tilbury

Sunnudagur:
21:00 – Gang Related
22:00 – Sudden Weather Change
23:00 – Muck
23:50 – Shivering Man
00:10 – Ojba Rasta
01:00 – Úlfur Úlfur
02:00 – Oculus

Annars er Innipúkinn á Facebook og allt sem þú þarft að vita þar.

Hellz é!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: