Hlöðufell tekið með trompi

6 Ágú

Göngufélagið Blómey sigraðist á Hlöðufelli í gær. Þetta er ansi fínt fjall, 1186 m.y.s., og dálítið erfitt. Brekkan byrjar strax og er klöngrast upp skriður í svona tvo-þrjá tíma að fyrstu brún.

Margt gladdi augað á leiðinni upp, til að mynda hin lummulega Skjaldbreiður.

Ég var búinn að hafa nokkrar áhyggjur af erfiðu klettabelti í lokin á þessu klöngri, en það reyndust óþarfa áhyggjur. Ég held reyndar að mér sé farið að lærast það loksins að allar áhyggjur eru í raun óþarfar því þetta fer alltaf einhvern veginn og yfirleitt betur en maður heldur. Klöngrið upp skriðurnar var miklu erfiðara en klettadútlið, þannig séð. Klöngrið upp var svona x30 það sem þarf að klöngrast í byrjuninni á Helgafelli í Hafnarfirði og klettabeltið var svona 5 sinnum auðveldara en klettarnir í Þverfellshorni á Esju (væru þeir án kaðla), svo ég seti þetta í stórborgarlegt samhengi.

Þegar þessi partur er yfirstaðinn er frekar létt ganga á toppinn. Á síðustu sekúndunum opnast stórfengleg sýn til norðurs og blasir þá Langjökull við.

Ekki laust við að menn væru aðeins upp með sér á toppnum. Langjökull á bakvið.

Stöðumælir sem flipparar komu þarna fyrir árið 2010 stendur enn flippinu til dýrðar. Vel til fundið.

Útsýni til allra átta er hreinlega geðveikt og er þessi toppur talinn með allra bestu útsýnisfjöllum landsins. Það var reyndar full skýjað til að við fengjum maximum kikk, en í algjöru heiðskýri má víst sjá alla leið til bæði Hvannadalshnúks og Snæfellsjökuls. En við fengum engu að síður hinn fínasta útsýnispakka í allar áttir.

Ef myndin prentast vel má sjá að niðurferðin lítur helvíti ókræsilega út. Það var nú samt miklu auðveldara að fara niður en upp, maður lét sig bara renna í skriðunum. Eftir þennan glæsipakka dugði ekkert minna en tveir hamborgarar með öllu í Pylsuvagninum á Selfossi.

2 svör to “Hlöðufell tekið með trompi”

  1. Frambyggður ágúst 7, 2012 kl. 1:09 f.h. #

    Vel af sér vikið! Hvetjandi lesning.

  2. María ágúst 8, 2012 kl. 3:40 e.h. #

    Já þetta er raunsæislesning sem hvetur venjulegt fólk að arka á fjöll

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: